Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 48
46
hjá garði hans, þeir er Snorri hefir drepit, sem Haukur, fylgdarmaður
Snorra, liggur hjer hjá garði hans, er Arnkell hefir drepit«.
í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að Sigurður Vigfússon
fornfræðingur getur þess til, að Öxnabrekkur sje ritvilla fyrir Selja-
brekkur. Jeg held að Öxnabrekkur sje rjett. Seljabrekkur liggja of
fjarri leið, er lá beinast fyrir þrælana, en Öxnabrekkur eru einmitt á
leiðinni að Helgafelli þegar komið er innan að.
6. Júlí lagði jeg enn af stað, og var Jósafat Hjaltalín enn með
mjer. Skoðuðum við þá fyrst eyðibýli, er heitir Vindás. Það er á
svo kölluðum Skeiðum, (melar í Helgafellssveit, er alfaravegur liggur
um). Á Vindási er túngarður um túnið, sem er lítið, 30 fðm. frá
austri til vesturs og 45 fðm. frá norðri til suðurs. Útvið túngarðinn
að vestan eru tóftir, þannig að innan túngarðsins er tóft sem er 15
mtr. á lengd og 4 mtr. á breidd; dyr eru á austur-hliðvegg nær
norðurgafli; fram af dyrunum er tóft, sem líklega hefur verið and-
dyri. Utan túngarðsins er tóft með tveim milliveggjum. Lengd þess-
arar tóftar eru 17 metrar, en breidd 5V2 mtr. Túngarðurinn er milli-
veggur í tóftum þessum. Við suðurenda vestari tóftarinnar, er lítil tóft
jafn-breið henni, en tveir metrar á lengd; dyr hafa verið á vestur-vegg;
en ekki sjest fyrir dyrum úr henni í aðaltóftina.
Hjer um bil 15 fðm. frá er tóftarúst mikil, en óglögg. Litlunorðar
er þriðja rústin; sú tóft er og mjög ógreinileg. Þessar rústir eru af
útihúsum, sem síðar hefur verið bygt ofaná.
Hjer umhverfis er nú mjög uppblásið, en hefur áður verið skógi
vaxið. Hefur þá verið þarna mjög fagurt bæjarstæði. Útsýni mikið
og fagurt, sjest um mikinn hluta sveitarinnar.
Þaðan hjeldum við út að Kongsbakka, þar er fyrrum bjó Þor-
móður, bróðir Steinþórs á Eyri. Þaðan fór með okkur Kristleifur
Jónsson; hann er nákunnugur um þessar slóðir. Var ferðinni heitið
að Grímshelli.
Á leiðinni skoðuðum við eyðibýlið Gautsstaði. Þeir eru i Stað-
arbakkalandi (Bakki hinn meiri); neðst í svonefndum Stórholtum;
vestanvert við lítinn læk, er fellur ofan Gautsstaðagróf. Rústin er
ógreinileg, en er þó sýnilegar byggingaleifar. Þessi rúst er mjög lík
rústinni á Þorleifsstöðum. Báðar líklega frá sama tíma. Fyrir aust-
an lækinn eru seltóftir; er tóft sú tvískift, eða tvær tóftir samhlaðnar.
Sels í Gautsstaðagróf er getið í landamerkjaskrá Helgafells frá
1250. Fornbrs., I. b.
Svo hjeldum við áleiðis að Grímshelli. Hann er í austanverðu
Kerlingarfjalli, við Gríinsskarð. Hellirinn er hátt í fjallinu. Er all-bratt
upp að ganga, um skriður, sem laust grjót er í. Aðaldyr hellisins