Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 50
48
harðtroðna gólfskán; voru viðarkola-agnir í skáninni. Þar fann jeg
tvö brot af leirkrús eða einhverju leiríláti og lítið glerbrot; hjá gler-
brotinu var eitthvert efni, sem mjög líktist tóbaki, helst rjóli.
Tóft þessa áleit jeg vera gamla verslunarbúðartóft; fram á 16.
öld er getið um verslun í Grunnasundsnesi, er það oft kallað í eða
við Nesvog. í Einokunarverslun Dana minnist prófessor Jón Aðils
á verslun við Nesvog, er hann ætlar að sje sami vogur og nú er
svo nefndur, en áður hjet Mjóifjörður, en við Mjóafjörð hefur
aldrei verslun verið. En milli Hjallatanga og Búðaness gengur inn
lítill, en djúpur vogur; Búðaness-megin er aðdýpi svo mikið, að haf-
fær skip geta flotið þar við land.
Búðanes er nú orðið frálaust um stórar flæðar; eiði hefur tengt
það við land áður, en er nú brotið af.
Þá er eiðið braut hefur verið hætt að kalla Nesvog vog og
nafnið svo flust á Mjóafjörð.
í sambandi við Búðanes vil jeg geta þess, hvernig hinn forni
vegur eftir Helgafellssveit hefur legið. Frá Kerlingarskarði lá hann
eins og nú ofan svo kölluð Stórholt, svo niður með Bakkaá því nær
til sjávar, þá um Arnarstaði, þaðan inn fyrir botninn á Hofsvog (nú
Arnarstaðavogur), þá út með vognum að neðanverðu, um Hofsstað,
út um Haugsnes og út á svo kallað Skálaholt, þaðan yfir blautt mýr-
arsund; í mýrinni er gömul grjótbrú mjög niðursokkin, sem kölluð er
Norðlingabrú. Svo hefur vegurinn legið inn svo kallaða Ása að Ögri,
þaðan inn með sjó, milli Fúlutjarnar og sjávar fyrir víkurbotna, fyrir
utan bæinn í Grunnasundsnesi og ofan í Búðarnes. Síðan hefur veg-
urinn verið færður og legið ofan nesið innanvert; inn með Vigrafirði
(nú Sauravogur) um Munkaskörð, gegnum túnið á Helgafelli ofan að
Mjóafirði (nú Nesvogur) og ofan með honum vestanvert og þá enn
farið gamla veginn hjá Fúlutjörn. Eftir að verslunarstaðurinn var
fluttur inn í Stykkishólm hefur vegurinn legið inneftir túninu í Grunna-
sundsnesi.
Stykkishólmi, 30. ág. 1924.
Þorleifur Jóhannesson.