Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 50
48 harðtroðna gólfskán; voru viðarkola-agnir í skáninni. Þar fann jeg tvö brot af leirkrús eða einhverju leiríláti og lítið glerbrot; hjá gler- brotinu var eitthvert efni, sem mjög líktist tóbaki, helst rjóli. Tóft þessa áleit jeg vera gamla verslunarbúðartóft; fram á 16. öld er getið um verslun í Grunnasundsnesi, er það oft kallað í eða við Nesvog. í Einokunarverslun Dana minnist prófessor Jón Aðils á verslun við Nesvog, er hann ætlar að sje sami vogur og nú er svo nefndur, en áður hjet Mjóifjörður, en við Mjóafjörð hefur aldrei verslun verið. En milli Hjallatanga og Búðaness gengur inn lítill, en djúpur vogur; Búðaness-megin er aðdýpi svo mikið, að haf- fær skip geta flotið þar við land. Búðanes er nú orðið frálaust um stórar flæðar; eiði hefur tengt það við land áður, en er nú brotið af. Þá er eiðið braut hefur verið hætt að kalla Nesvog vog og nafnið svo flust á Mjóafjörð. í sambandi við Búðanes vil jeg geta þess, hvernig hinn forni vegur eftir Helgafellssveit hefur legið. Frá Kerlingarskarði lá hann eins og nú ofan svo kölluð Stórholt, svo niður með Bakkaá því nær til sjávar, þá um Arnarstaði, þaðan inn fyrir botninn á Hofsvog (nú Arnarstaðavogur), þá út með vognum að neðanverðu, um Hofsstað, út um Haugsnes og út á svo kallað Skálaholt, þaðan yfir blautt mýr- arsund; í mýrinni er gömul grjótbrú mjög niðursokkin, sem kölluð er Norðlingabrú. Svo hefur vegurinn legið inn svo kallaða Ása að Ögri, þaðan inn með sjó, milli Fúlutjarnar og sjávar fyrir víkurbotna, fyrir utan bæinn í Grunnasundsnesi og ofan í Búðarnes. Síðan hefur veg- urinn verið færður og legið ofan nesið innanvert; inn með Vigrafirði (nú Sauravogur) um Munkaskörð, gegnum túnið á Helgafelli ofan að Mjóafirði (nú Nesvogur) og ofan með honum vestanvert og þá enn farið gamla veginn hjá Fúlutjörn. Eftir að verslunarstaðurinn var fluttur inn í Stykkishólm hefur vegurinn legið inneftir túninu í Grunna- sundsnesi. Stykkishólmi, 30. ág. 1924. Þorleifur Jóhannesson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.