Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 60
58
sem voru heilir og með allsendis óslitnum tönnum; efri tanngarð
vantaði.
Bein þessi munu vera frá síðari öldum og þótti mjer ekki ástæða
til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau eru sennilega kristinna
manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar.
Er leitt er getum að því, hversu stendur á þessum grefti hjer
utan kirkjugarðs á Hvaleyri, þar sem þó var kirkjugarður, notaður
fram á 17. öld, og kirkja eða bænhús fram yfir 1760, má minna á
frásagnir sjera Jóns Egilssonar í Byskupa-annálum hans, þar sem hann
skýrir frá því, að á dögum Magnúsar Skálholtsbyskups Eyjólfssonar
(1477—90), hafi ábótinn í Viðey ráðist á Englendinga, sem lágu hjer
hjá Fornu'búðum, og unnið sigur á þeim, en mist þó son sinn í bar-
daganum. Enn segir sjera Jón, að á dögum Stefáns byskups Jónssonar,
árið 1518 eða þar um, hafi Englendingar og Hamborgarar í Hafnar-
firði barist þar. »Unnu þýzkir og rýmdu hinum í burtu og fluttu sig
fram á eyri og hafa legið þar síðan«, segir sjera Jón. Fornu-búðir
munu hafa verið þar sem enn sjer leifar 2 stórra búða í túnfætinum
fyrir austan Hjörtskot, en búð Hamborgara frammi á eyrinni mun hafa
verið þar, sem nú heitir Skiphóll á Hvaleyrargranda. Menn þá er
fjellu í fyrri bardaganum af liði ábóta, hefur hann óefað fært til graftar
og Hamborgarar hafa einnig að sjálfsögðu grafið landa sína á heiðar-
legan hátt. Um 30 árum síðar er þess getið, að þeir ættu sjer kirkju
þarna. Aftur á móti munu bæði íslendingar og Hamborgarar hafa
álitið hina ensku óvini sína, er þeir drápu, ófriðhelga menn, sem ekki
sæmdi að veita gröft í vígðum reit. Þó þykir mjer líkast til, að bein
þeirra þriggja er fundist hafa nú í Hvaleyrarbakka, sjeu fremur úr
sjódauðum mönnum, er fundist hafa reknir hjer á Hvaleyri, en að þau
sjeu bein nokkurra þeirra enskra manna, sem drepnir hafa verið hjer
í öðrum hvorum þessara bardaga, því að sem mörgum mun kunnugt
var sá siður algengur fyrrum, að jarða eða dysja ókend lík, er rak
af sjó, þar nærri er þau fundust. Þau voru ekki færð til kirkjugarðs,
heldur grafin í óvígðri mold, því að óvíst þótti, nema þau væru af
ókristnum mönnum eða óbótamönnum. Hjer gengu fyrrum ræningjar
oft á land, helzt Englendingar, sem stálu bæði fólki og fje, og eftir
Tyrkjaránið var lengi uggur og ótti við útlendinga, sem voru á sveimi
hjer við land.
Matthías Þórðarson.