Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 66
64 ínannvirki, nokkuð stórt um sig. Þetta hlýtur að vera naust forn- manna; nú er það alt vaxið lúsalyngi. Oft var lent þarna í minni tíð í Dagverðarnesi. Fyrir vestan Höfnina er hár hólmi, og liggur rif úr Höfninni fram í hann. Þetta var kallað Vesturhöfn (62). (Jeg heyrði því bregða fyrir í ungdæmi mínu, að kalla höfnina írahöfn, en ekki legg jeg neitt upp úr því). Leirvogur er upp með Höfninni að austan- verðu, en þar fyrir austan hár hólmi, som heitir Sultarhólmi (63). í skerjunum austur af honum er lítill hólmi eða klettur, með grastó efst; hann heitir Mörhaus (64). Nokkru þar austar á fastalandinu er klettur við fjöruna, kallaður Hamar (65). Sandvíkur eru hjá honum; var þar aðallendingin í Dagverðarnesi og kallað að lenda í Hamr- inum. Hæsta skerið fyrir vestan Hamarsvoginn (66) hjet Jónssker (67). Austan-til við Hamarinn gengur rif fram í ey, sem heitir Lgngey (68); annað rif er fram í hana austar og eru staksteinar einir við hana; var vanalega kallað austara Lyngeyjarrifið. Austur af Lyngey eru flögur grasi vaxnar, kallaðar Lyngeyjarflögur (69), og þar austur-af kölluð Lyngeyjarsker (70). Suður af Lyngey er hólmi, sem heitir Strákshólmi (71) og við hann straumur, sem heitir Stráksstraumur (72); en Purk- eyjarmegin við strauminn er flaga, sem líka er kend við strák. Jeg hef heyrt að strákur nokkur hafi ætlað sjer að vaða yfir Stráksstraum og fram í Purkey, en hafi drepið sig á því ferðalagi. Þessar sagnir eru líkast til nokkuð gamlar, en vóru þó nokkuð algengar í mínu ungdæmi; en enginn vissi gleggra að segja frá þessu. Nokkru fyrir austan Hamarinn er mjög fornfáleg girðing, með hjer um bil jafnlöngum garði á þrjá vegi; um 8—9 metra á hverja hlið, en engin girðing er á klettunum við fjöruna, sem eru þó mjög lágir, og engin vörn, ef eitthvað hefir átt að geymast þar. Nú er girðingin öll lyngi vaxin. Skýrar götur vóru úr Hamrinum heim að bænum í Dagverðarnesi. Hjer um bil á miðri leið er holt, sem heitir Klifsholt (73); í austurhorninu á því er klifið, og þar beygist það hjer um bil í rjett horn, öðrumegin í stefnu á Hamarinn, en hinumegin í stefnu á Stekkjarborgina. Undan klifinu er brú yfir flóasund; þá tekur við holt, stórt um sig, kallað Hamarsholt (74); heimast af því (nyrst) sjest fyrst til bæjarins, þegar komið er úr Hamrinum. Suður-undan tjörninni, fyrir neðan Dagverðarnesbæinn, er hátt holt, sem heitir Tjarnarholt (75). Flóinn fyrir sunnan það og Hamarsholtið er kallaður Miðdegis- flói (76); í honum er lítið holt, kallað Miðdegisholt (77). Af sumum eldri mönnum í ungdæmi mínu var það kallað Miðmundaholt. Fyrir neðan flóann er hátt holt, suður undan Hamarsholtinu neðst, sem kallað er Háás (78). Fyrir neðan Miðdegisflóann, suður-undan Háás og austur með sjónum frá Hamrinum, eru mörg holt með flóasundum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.