Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 67
65 á milli og talsverðu smáhrísi á holtunum; þessi holt heita einu nafni Purkeyjarásar (79). Neðst í þeim við sjóinn heitir Raftatangi (80), en getur þó naumast borið tanga-nafn; þar hefir verið lent stundum í lítilli malarvík, vestan til við dálítinn hól. Rjett þar fyrir framan er dálítill hólmi, kallaður Raftatangastöng (81). Þar austur-undan eru háir hólmar, kallaðir stangir. Syðsta stöngin er mjó strýta, vaxin mest að ofan og heitir Arnarstöng (82). Þar suður af er ey, sem heitir Litla-Purkey (83), rjett vestur-undan Skáley og nálægt henni. Austur undan Purkeyjarásunum gengur fram nes, sem heitir Skálanes (84). í því sunnan-til og ofan-til er göinul tótt, ekki mjög stór; ekki ósvip- uð skemmutótt í tveimur eða þremur stafgólfum. Ekki get jeg skilið til hvers bygging hefir verið á þessum stað. Fyrir norðan þetta nes er annað nes; vík er á milli þeirra vestur úr vöðlunum. Þetta nes heitir Digranes (85); bæjarmegin við það er borg, kölluð Digranes- borg (86). Landnorður undan Digranesi eru mörg holt; nyrst, næst Brandásaflóa, eru tvö holt, hæst nyrst. Þessi holt heitp Byrgisásar (87). Undir klettunum að norðanverðu er rúst af litlu grjótbyrgi, ekki stærri en svo, að rúmar 3 eða 4 kindur. Neðan frá Purkeyjarásum, að norðanverðu upp með Digranesborg og upp í Brandásaflóa að vestanverðu við Byrgisása, gengur kelda eftir flóasundunum, rótlaust foræði. Þessi kelda heitir Vonda-kelda (88). Magnús fóstri minn ljet byggja í tveim stöðum brýr yfir hana. Ein brú var á henni áður. Nú er þetta alt sokkið, þó enn sjáist fyrir brúarendunum. Nokkuð austur- með sjónum frá Digranesi og suður-undan Byrgisásum er Rauða- lœkur (89); rif er þar yfir við sjóinn (vaðlana) og tjörn fyrir ofan; í hana rennur vatn úr flóunum í kring, mest úr Brandásaflóa, og eru sumstaðar skurðir og djúpir pyttir við tjörnina. En að Rauðalækur falli úr Álftatjörn (nú Lómatjörn) eins og landamerkjaskráin frá 1493 segir, nær engri átt, eða eftir feninu, úr Álftatjörn upp í damminn (þ. e. Saurpoll) nær heldur engri átt. Sama er að segja um landa- merkjaskrána 1505 hjá sjera Bjarna Sumarliðasyni. Þetta hefir líka fljótt sjeð jafn-vitur maður og Daði sýslumaður í Snóksdal, og þau landa- merki, sem hann setti, eru samhljóða eldri og yngri landamerkjum, og þeim landamerkjum, sem nú eru í gildi, þó mjer finnist þar glögg- ast og rjettast að orði komist á þessum stað: »yfir þvera mýri milli Steinsholts og Arnarholts«. Fyrir sunnan Rauðalæk er Marknes (90). Það gengur langt suður í vaðlana fremst (syðst); á því er hár kletta- tangi, grasi vaxinn. Efsta holtið í Marknesi heitir Hnífsholt (91). Fyrir sunnan Marknes er Marklækur, sem skilur Dagverðarnes og Arnar- bæli. Fyrir ofan Marknes eru þrjú stór holt, sem heita Brandásar (92), og hafa heitið það um all-langan tíma, þó áður hjetu þeir annað. Neðsti 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.