Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 68
66 ásinn heitir Selás (93). Þar sjest enn glögt fyrir seltóttunum, neðan- til í ásnum. Fyrir ofan Selás er Miðás (94) og er þá komið rjett upp undir Lómatjörn, en hún er í Sellandi. Fyrir sunnan Miðás heitir Vörðuás (95) og er hann við landamerkin. Þetta er hár ás með há- um standklettum að norðanverðu Annað holt en þetta getur tæpast hafa verið kallað Arnarholt, því Steinsholt er Hraunfjallamegin (í Arnarbælislandi), og er þá öldungis rjett að orði komist: »yfir þvera mýri«. Útnorðan-undan Brandásum eru holt, sem heita Krossásar (96); upp með þeim að austanverðu í Brandásaflóanum heitir Krossásakelda (97) . Þver-norður af þeim er há og stór borg, sem heitir Stóra-borg (98) , hún er við landamerkin milli Sels og Dagverðarness, og er þá komið út að fyrnefndu Lóni. Fyrir neðan Stóru-borg og niður með Lóninu heita Lónásar (99), efri og neðri. Tangi gengur norður í Lónið neðarlega, móts við lónstekkinn, sem heitir Grœni-tangi (100). Útsuður- af Lónásunum er há borg, kölluð Stráksborg (102). Nær bænum og rjett við endann á Lóninu er löng borg, kölluð Lónborg (103). Lónið nær rjett að henni; þó er kirkjuvegurinn rjett við endann á henni, og fellur oft um stórstraum þar í götuna og fast upp að borg. Þar fyrir heiman er Húsaborgin (104) og er þá komið heim að túni. Kirkjuvegurinn liggur norðan-til með henni, við Lónið. Þegar sjera Páll J. Mathiesen var í Dagverðarnesi girti hann kringum þessa borg og ætlaði að gera hana að túni. Ekki hirti Magnús fóstri minn um þetta, en hafði túngarðinn milli túnsins og borgarinnar. Fyrir neðan Húsaborgina er holt eða borg, kölluð Neðri-borgin (105). Milli þessara borga er laut, kölluð Hádegisskarð (106). Öll þessi holt og ásar, sem nú hafa verið nefnd, eru meira og minna skógi vaxin ofan að Sandhólum; þó er skógurinn mestur í Brandásunum, en enginn skógur er á borgunum næst bænum. Mjög stór flói er milli ásanna, Lónásar og Krossásar að vestan og norðan, Brandásar að austanverðu, Byrgisásar o. fl. að sunnan. Þessi flói heitir Brandásaflói (101); hann má heita allur eitt foræði og illur yfirferðar. Upp undan Dagverðarnestúninu og vestanvert við Lónið, er stórt land, með mörgum holtum og flóum, og heitir Hrísey (107), þar er þó ekki nokkur hrísluangi. Sunnan til á Hrísey, við Lónið, eru allhá holt, kölluð Vatnsstapar (108). Þá er langt holt um miðja eyna, kallað Stekkjarholt (109); gamlar stekkjarrústir eru við heimari endann á því. Fyrir ofan Stekkjarholtið eru tvö, há holt og brekkur sunnan-undir. Þær heita Kálfsbrekkur (110), en holtin Kálfsbrekkuholt (111). Að austan- verðu við þau eru hólmar og eru þrjú rif af Hrísey fram í þá; þeir heita Rifjahólmar (112), og er þá komið að Lóninu. Fyrir ofan Kálfs-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.