Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 70
68
Dagverðarnesi, Marknesi, Digranesi, Skálanesi og jafnvel Purkeyjar-
ásum. Hingað og þangað liggja rif milli Skáleyjar og meginlands, en
þó eru þau hvergi svo, að mögulegt sje að komast þurrum fótum
fram í hana með vanalega íslendska skó á fótum. í vöðlunum eru
nokkrir hólmar. Tveir allstórir hólmar eru vestanvert við Marknes, og
heita þeir hvor um sig Einiberjahólmi (126), efri og fremri. Rif liggja
fram að þeim, en fjarar í hvorugan; annar er nálægt Marknesi en
hinn nálægt Skáley og stutt á milli þeirra, en sundin eru öll djúp.
Það var talsvert af eini í nyrðri hólmanum. Við Digranes austan-
vert er flaga, kölluð Digranesflaga (127). Vestan til í Vöðlunum, fram
undan Skálanesi, eru margir hólmar og einn þeirra hár og stór, og er
hátt rif fram í hann undan Skálanesi; þessir hólmar heita allir sam-
eiginlega Vaðlahólmar (128). Ef farið er af stóra hólmanum yfir
mjósta vaðalinn fram í Skáley, þá er komið undir Vesturhausinn (129),
sem er nokkuð há borg. Austur at honum er vogur, kallaður Norður-
vogur (130). Norður og austur af vognum eru holt, allstór um sig,
ná upp að Vöðlum á móti Einiberjahólmunum; þau heita Norðurholt
(131). Austast á Skáley er allstór borg, grasi vaxin; hún heitir Austur-
haus (132). Undan honum eru nokkuð há rifjaslitur og liggja upp
undir Borgartanga í Arnarbælislandi. Þetta eru kallaðir Austurvaðlar
(133) . Við Austurhausinn beygist Skáley í nokkurn veginn beinni línu
til útsuðurs í stefnu á Purkey, og syðst á henni heitir Skollatangi
(134) . Austan við hann er hólmi, sem heitir Skollhólmí (Skollahólmi).
(135) Um miðja Skáley er dálítil tjörn, sem hefir þó verið kölluð
Skáleyjarvatn. Vestan-til við voginn, hjá Skollatanga, er lyngi vaxinn
hólmi, kallaður Vörðuhólmi (136). Vestanvert á Skáley er bærinn og
dálítill túnblettur í kring. Þar rjett hjá er Litla-Purkey. Sundið milli
Skáleyjar og Purkeyjar heitir Skálastraumur (137); gæti hafa verið
Skáleyjarstraumur. Vestast I straumnum eru sker, fram undan túninu;
þau heita Bæjarsker (138). Nokkru innar er hólmi, sem heitir Lik-
hólmi (139). Inn af honum er sker, sem tæpast fellur yfir, kallað
Spillisflaga (140). Milli hennar og Vörðuhólmans er sker, sem heitir
Spillir (141). Við Spillisflöguna sunnanverða er steinn, sem kallaður
er Reiðsteinn (142); þegar fallið er ofan í hann miðjan, er reitt orðið
yfir Skálastraum og fram í Purkey, en þegar þurt er fram á hann af
flögunni, þá er vel vætt yfir strauminn frá flögunni, en það verður
ekki nema um stærstu fjörur.
Nú hefir Skáley ekki verið bygð um langan tíma, en þó hefir
alt af verið haldið þar við húsum, og húsfólk oftast verið þar. Þó
hefir átt að heita búið í henni nokkur síðustu ár; en það mun ekki
eiga við á þessum stað, að tala um, hve nær Skáley hefir verið bygð