Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 73
Legsteinn og legstaður sjera Jóns Þorsteinssonar á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Vorið 1924 fannst legsteinn, eða raunar 2 stór brot af legsteini, í kálgarði á Kirkjubæ i Vestmannaeyjum. — Gísli Lárusson, kaupfjelags- stjóri þar, skýrði mjer brátt frá fundi þessum1) og kvað bezt, að steinn- inn yrði fluttur til Þjóðminjasafnsins til varðveizlu, þareð honum yrði ekki tryggilega borgið heima í eyjunum. Ljet jeg þá flytja stein- inn til safnsins og annaðist Gísli góðfúslega umbúning og flutning á skipsfjöl. Er jeg sá brotin, þótti mjer Gísli og þeir aðrir eyjamenn, sem álitu þau bezt geymd á safninu, hafa rjett fyrir sjer. Þau eru úr brothættu móbergi og hætta á að þau molnuðu sundur, yfirborðið jafnvel hálfvegis sprungið frá. —í Hefði steinninn verið ofanjarðar frá því er hann var lagður á legstaðinn, hefði hann eyðst svo, að letur hefði horfið2) og líklega hefði steinninn allur farið í mola. — Móberg er endingarlaust í legsteina.3) 1) Sbr. enn fremur skýrslu hans, sem birt verður hjer fyrir aftan,,og grein í Skildi, I., 36, eftir sjera Jes A. Gíslason. — Skýrsla Gísla er dagsett 31. maí. 2) Um það eru þeir og sammála Gísli Lárusson (i skýrslu sinni um fundinn) og sjera Jes A. Gíslason (í greininni í Skildi); sbr. enn fremur frásögn Brynj. Jónssonar í Árb. 1907, bls. 13, um 3 aðra legsteina, er voru'i þessum kirkjugarði. 3) í 37. tölublaði Skjaldar er grein (eftir Jón Jónsson) um legsteininn, og það talin sjerstök mistök, að steinninn var sendur til safnsins; finnur höf- undur að þessu með ailmiklu álasi. Að því tilefni gefnu ljet jeg í.ljós, að jeg skyldi fúslega láta flytja steininn aftur til eyja, ef þess yrði alment óskað af eyjamönnum, eða af sóknarnefnd þeirra eða bæjarstjórn, en Gísli fullvissaði mig um, að það væri einmitt ósk manna, að steinninn yrði varðveittur í Þjóð- minjasafninu frá frekari eyðileggingu. Er jeg siðar kom'til eyja og stakk upp á því að varðveita stein þennan i forkirkjunni við Landakirkju og jafnvel leg- stein sjera Ólafs Egilssonar einnig (hann er í Landakirkjugarði), þá var því and- mælt og talið líklegast að steinamir yrðu, þegar fram liðu stundir, eyðilagðir i forkirkjunni. Er þetta er skrifað, hefur verið gerður upppráttur að nýjum legsteini yfir sjera Jón og er sá steinn raunar þegar höggvinn til, en áletrun og annað á framhlið hans verður brátt sett á eftir uppdrættinum, sem er gerður eftir hinum gamla legsteini að mestu leyti. Er i ráði að reisa þennan nýja legstein sem minnisvarða á legstað sjera Jóns.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.