Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 75
73 Grafskriftin eða þessi hluti hluti hennar á því að lesast þannig: Sira Jón Þorsteins son. Occisus 17. Julii 1627. Occisus, hluttaksorð af latneska sagnorðinu occido (upprunalega obcædo), merkir sleginn af, feldur, veginn, drepinn. Er einkenni- legt, að þetta latneska orð skuli vera viðhaft í grafskriftinni, þar sem hún er á íslenzku að öðru leyti, — nema hvað hið latneska mánaðar- nafn er með latneskri beygingu eins og tíðkaðist, jafnvel til skamms tíma; sbr. það, að nafnið Jesús er enn í dag ætíð beygt eins og í latínu. — Sennilega hefur höfundi grafskriftarinnar þótt íslenzka orðið drepinn of hryllilegt, en hins vegar ekki þótt nóg að setja dáinn eða deyði, svo sem venja var til. Á milli ZSTE og Sö er smáhola í steininn; kann hún að tákna depil. Á eftir 17 er ofurlítið og grunt smástrik. Fyrir ofan þessa áletrun hefur verið letruð á steininn ritningar- grein úr Davíðssálmum. Hún hefur verið sett í 2 línum langsum með mjög stóru latínuletri. í fyrri eða efri linunni verður nú lesið MITT : HOLLD : HVIL H og 0 í 2. orði hafa að miklu leyti horfið þegar molnaði þar úr steininum. Efri hluti 2 öftustu stafanna í 3. orði hefur einnig farið á líkan hátt, en framhaldið hefur verið á brotinu, sem vantar. Fremsti hluti neðri linunnar er nær horfinn. Var það lengi, að jeg fann ekki hvaða stafir höfðu staðið þar, en loks varð mjer ljóst, að það sem hefur verið af neðri línunni á þessum brotum hefur verið: NINNE: PSALM En ennin hafa verið grafin öfug, svo sem altítt var, hið siðasta þeirra ásamt mestöllu e-inu horfið með öllu og 3 fremstu stafirnir eyðst svo mjög, að þeirra sjást mjög lítil merki. Það sem verið hefur fyrir aftan síðara orðið hefur verið á brot- inu, sem vantat; sennilega hefur það verið XVI: 9 eða XVI: V : 9, því að það er bersýnilegt, að hjer hefur verið sett sú ritningargrein. í engri íslenzku biblíuþýðingunni hljóðar hún þó svo sem hún hefur verið á þessum steini. í hinni nýjustu er hún svo: »Líkami minn hvílist óhultur«. í Guðbrands-biblíu, þeirri einu þýðingu, sem út hafði verið gefin er sjera Jón var veginn, er grein þessi þannig: „Svo mun og eirnen mitt Holld i Voninne huijlast“. Er af þessu ljóst, að áletr- unin hefur verið þannig: Mitt holld hvilest í vo ninne. Psalm. XVI. v. 9. Milli línanna hefur verið grafinn einfaldur greinastrengur, langsum, og við brúnirnar, utanvið línurnar, eins konar snúrur. Beggja vegna 10

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.