Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 78
76 Þannig ber raunar alt að þeim sama brunni, að sjera Jón hafi verið veginn mjög skömmu eftir landgöngu ræningjanna. Nú segir í grafskriftinni á legsteininum að sjera Jón hafi verið veginn 17. júlí. Er það vafalaust rjett. Því að jafnvel þótt svo líti helzt út af frá- sögnum þeirra sjera Ólafs og Kláusar að ræningjarnir hafi gengið á land að kvöldi þess 16. þá verður ekki sjeð, að sjera Jón hafi verið veginn þegar fyrir miðnætti. En er skorið skal úr því, hvort ræningjarnir hafi heldur gengið á land mánudagskvöldið 16. júlí eða þriðjudaginn 17. júlí, eins og Björn á Skarðsá ritar, þá er það að segja, að líkara er til, að land- gangan hafi orðið árla á þriðjudagsmorgun. Mun fremur mega líta svo á, að sjera Jón eigi við, að hann hafi verið í kirkju sinni þann morgun, heldur en mánudagsmorguninn. Ýmislegt í frásögnunum, sem ekki verður tínt til hjer í þessu sambandi, bendir fremur til þess, að landgangan hafi ekki orðið fyr en árla dags á þriðjudaginn. Sjera Ólafur kom aftur heim til Vestmannaeyja 6. júlí næsta ár. Hann var kvæntur systurdóttur sjera Jóns og hefur að líkindum látið gera þennan legstein, ef ekki fyr, þá skömmu eftir 1634, er hann tók við brauði sinu aftur. Þegar sjera Jón var jarðaður á Kirkjubæ, virðist ekki hafa verið þar nein veruleg kirkja. Landakirkja, sem ræningjarnir brendu, hafði verið reist (á Fornu-Löndum) 1573. Sjera Jón hefur sennilega átt við þá kirkju, er hann kvaðst hafa verið í kirkju sinni um morguninn, þann dag er hann var veginn. í frásögnunum um Tyrkjaránið er ekki getið neinnar k.irkju á Kirkjubæ. Aftur á móti er getið um kirkju á Ofanleiti þá; og enn um miðja síðustu öld var þar gamalt bænhús, sem nefnt var kirkja. Á Kirkjubæ var einnig bænhús alt fram á síð- ustu öld; það mun hafa staðið þar, sem kirkjan hafði staðið áður. Um síðustu aldamót stóð þar hjallur,1) sem enn var þá nefndur »bæn- húsið«. Kringum hann hafði þá til skamms tíma vottað fyrir kirkju- garði og leiðum, en var þá alt sljettað út.2) Þegar Gísli Lárusson skýrði mjer frá fundi legsteinsins og afráðið var að flytja steininn til Þjóðminjasafnsins, bað jeg hann senda mjer skýrslu um fundinn og fundarstaðinn, með uppdrætti, ef unt yrði, og gerði hann það. Þareð skýrsla þessi ásamt uppdrættinum er að ýmsu leyti upplýsandi um kirkjugarðinn og »bænhúsið« á Kirkjubæ birtist hún hjer í heilu lagi, enda þótt sumt í henni hafi þegar verið tekið fram.3) 1) Eða hlaða, sbr. skýrslu Gísla Lárussonar hjer fyrir aftan. 2) Um þetta sjá Árb. 1907, bls. 13, í ritgerð eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. 3) Uppdrátturinn, sem hjer er prentaður með, er gerður eftir uppdrætti Gisla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.