Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 80
78 A. Kálgarðar. B. Tún. Hjer sýnist mönnum hafi mótað fyrir leiðum fram á síðustu ár. C. Hlað. 1. »Bœnhúsið«. Nú smiðja. 2. Legsteinn sjera Jóns Þorsteinssonar. 3. Fjós. 4. Eldhús. 5. Hlaða. Eins og sjá má af uppdrættinum hefur kirkjugarðurinn verið um 34 m. að stærð á hvorn veg, jafnvel meira en það frá austri til vesturs. Eftir að kirkjugarður tókst upp á Fornu-Löndum er Landa- kirkja var bygð þar 1573 hefur sennilega verið fremur sjaldan jarð- að í kirkjugarðinum á Kirkjubæ; en elzti máldagi kirkjunnar þar er frá 1269 og mun þar hvorki hafa verið kirkja nje kirkjugarður miklu fyr.1) Er jeg hafði lokið við rannsóknirnar í Herjólfsdal, sem jeg hefi skýrt nokkuð frá hjer að framan, bls. 18—21, leitaði jeg að legstað sjera Jóns þar sem legsteinn hans hafði fundist. Fór sú rannsókn fram fimtud. 7. og föstud. 8. ágúst 1924. Birtist grein um rannsóknina í blaðinu »Þór«, 1. árg., 2. tbl. og er hún svohljóðandi: »Fyrst var grafið þar niður, sem legsteinn hans hafði fundist, austan við smiðjuna, er stendur þar sem bænahúsið stóð áður. Er 1) Sbr. Árb. 1913, bls. 61-63.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.