Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 81
79 þar nú kálgarður með gulrófum í. Gröfin, sem gerð var, var Öllu meiri en venjulegar grafir að vídd, um 2,25 m. að lengd og um 1 m. að breidd. Er komið var 1 m. niður, var komið á örfúnar leifar af kistu og beinum. Af jöxlum í kjálkabroti mátti sjá að hjer voru leifar af mjög gamalli manneskju, því að jaxlarnir voru afar mikið slitnir. — Við hlið þessarar kistu kom í ljós heillegri kistuhlið, norð- an við, en lítil barnskista var þar í miili, sett niður með heillegri kistunni að sunnanverðu. Var nú skilist hjer við fimtudagskvöldið, en næsta morgun var grafið ofan að heillegri kistunni og nokkuð út fyrir hana, svo að gröfin var nær jafnvíð á báða vegu. ÖIl mold var hreinsuð vandlega ofan af kistunni og umhverfis hana. Kistan var maukfúin, en mátti þó sjá gerð hennar. Hún var 1,95 cm. að lengd og 45—60 cm. að breidd, mæld að ofan. Hún var úr eik, um 20 mm. þykkum borðum. Lokfjalir höfðu verið 4, hliðarfjalirnar um 16 cm. að br., en miðfjölin syðri (yfir hægri hlið líkamans) var öll brot- in sundur, neðri hluti hennar var á rönd í kistunni og bútar af efri hlutanum voru settir hver ofan á annan á höfðagaflinn, og þar ofan á hluti af eða endi af yztu lokfjölinni hægra megin. Mátti af þessu sjá, að kistan hafði verið brotin eftir að hún hafði fúnað. Hefur ver- ið komið ofan á hægri hlið hennar, er barn það var grafið, sem lá sunnan við hana. Lá það á móts við kistuna miðja, en við endann á þeirri barnskistu, hægra megin höfuðendans, voru leifar annarar barnskistu, er virtist eldri; var helzt botninn heillegur í henni, en af beinum sáust nær engar leifar. Hin kistan var ekki aðskilin. Hún var maukfúin og toldi ekki saman öðru vísi en sem moldarkökkur. Ofan á vinstra horn höfuðendans á stóru eikarkistunni hafði verið sett þriðja barnskistan, hún var og úr eik, mjög þunnum (1 cm.) fjölum, aðeins 50 cm. að lengd og um 7—12 cm. að breidd, graut- fúin og brotin og datt sundur í mola, er við var hreyft, en af bein- um sáust nær engar leifar. Bæði stóra kistan og hún voru fyltar af mold, jafnþjett og moldin var fyrir ofan þær. Er grafið var í mold- inni í stóru kistunni, sást vottur örfúinna beina, en ekkert bein svo heillegt, að lögun þess sæist. Helzt virtist mega greina hægri fram- handlegg. Af höfði fundust engar leifar, en moldin var ekki hreins- uð öll úr kistunni og ekki var kistan tekin upp, enda hefði það ekki orðið hægt, að taka hana upp í heilu lagi, nema gert hefði verið ut- an um hana úr timbri, þar sem hún var í gröfinni. Við vinstri hlið þessarar kistu var önnur og var hún eldri að sjá, enn fúnari, og var ekki hróflað við henni. — Þar sem kista þessi, eikarkistan stóra, var svo nærri því að vera undir legsteini sjera Jóns, var svo stór og var úr eik, eru allmiklar líkur til að hún hafi verið líkkista hans.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.