Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 82
80 Hún var sýnd þeim sjera Jes A. Gíslasyni og Gísla Lárussyni, og mörgum öðrum, er komu að athuga rannsóknina. Engum þeirra leizt ástæða til að taka hana upp, eða færa hana úr stað, nje heldur þeim presti, bæjarfógeta nje borgarstjóra. Eftir að kistan hafði verið klædd hvítum dúk, var hún aftur hulin moldu og gröfin fylt. En til merkis um það, hvar hún er undir, var settur trjestólpi upp af henni miðri, svo hár, að hann náði vel upp úr moldinni«. Að sumri, 17. júlí 1927, eru liðnar rjettar 3 aldir frá hinum hryllilegu atburðum, er urðu í Vestmannaeyjum þegar sjera Jón Þor- steinsson var líflátinn. Að sjálfsögðu verður þeirra atburða minnst á hátíðlegan hátt í Vestmannaeyjum. Og raunar ætti að minnast Tyrkja- ránsins uin alt land á viðeigandi hátt, en þó einkum þar sem rán og önnur hryðjuverk fóru fram, í Suður-Múlasýslu, Grindavík og Vestmannaeyjum. Þeir sjera Jes A. Gíslason og einkum Jón Jónsson læknir vöktu máls á því í »Skildi« (I, 36.—37. tbl.) er legsteinn sjera Jóns var fundinn, að minnast 17. júlí 1927 lífláts hans. Sömuleiðis hafði Gísli Lárusson minnst á það í brjefi til mín um leið og hann sendi mjer skýrslu sína um fund legsteinsins. Er jeg hafði rannsak- að legstaðinn, ljet jeg í ljósi þá uppástungu, að smiðjan, sem er milli hans og götunnar, verði tekin burt, svo að opið svæði verði milli legstaðarins og götunnar; legstaðurinn síðan prýddur minnis- merki og blómum, og sett girðing umhverfis hann; skyldi því Iokið fyrir 17. júlí 1927. Jeg gerði ráð fyrir, að þann dag færi fram minn- ingarathöfn við legstaðinn, þáttur í þeirri þriggja alda minningu, sem haldin yrði í Vestmannaeyjum þann dag. Sjera Ólafur Egilsson var jarðaður í Landakirkjugarði, þeim hluta hans, sem nú er nefndur »Gamli kirkjugarðurinn«, Er legsteinn hans þar enn, sennilega á legstað hans. Ætti vel við að sýna jafnframt þeim legstað sóma nú að sumri, gjöra girðing um hann og búa svo um legsteininn, að hann varðveitist og fari betur en nú er raunin á. Matthias Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.