Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 83
Skýrsla.
I. Aðalfundur 1924.
Hann var haldinn á lestrarsal Þjóðskjalasafnsins laugardaginn 12.
apríl, 1924, kl. 6 síðdegis.
Formaður skýrði frá hag fjelagsins og framkvæmdum á síðast-
liðnu ári. Reikningur fjelagsins fyrir árið 1923 var þegar prentaður
í árbók fjelagsins (1924, bls. 82—3) og var fastasjóður fjelagsins í
árslok 3100 kr., en eign fjelagsins í sparisjóði 597,98 kr.
Formaður minntist látins fjelaga, drs. Jóns Þorkelssonar, þjóð-
skjalavarðar, og tóku fundarmenn undir það með því að standa upp.
í stað drs. Jóns Þorkelssonar var prof., dr. Páll Eggert Ólason
kosinn vararitari fjelagsins og í fulltrúaráð til aðalfundar 1925.
Eftir tillögum fulltrúaráðsins voru þeir prof., dr. Finnur Jónsson
í Kaupmannahöfn, prof., dr. Hjalmar Falk í Kristíaniu (Ósló), fyrv.
forstöðumaður Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn, dr. Sophus MúIIer,
og fv. fornminjavörður Svíaríkis, dr. Bernhard Salin í Stokkhólmi,
kjörnir í einu hljóði heiðursfjelagar Fornleifafjelagsins.
II. Aðalfundur 1925.
Hann var haldinn á lestrarsal Þjóðskjalasafnsins fimtudaginn 26.
febrúar 1925, kl. 5 siðdegis.
Formaður minntist fimm látinna fjelagsmanna, þeirra sjera Sig-
urðar Stefánssonar í Vigur, sjera Þorvaldar Jónssonar, præp. hon., á
ísafirði, professors Hugo Gering í Kiel, Stefáns Eiríkssonar mynd-
skera og Þórarins Þorlákssonar málara. Tóku fundarmenn undir það
með því að standa upp.
Formaður skýrði frá hag fjelagsins á umliðnu ári. Var fastasjóð-
ur fjelagsins í árslok 3100 kr. og eign í sparisjóði 257,15 kr.
Var þá gengið til kosninga á stjórn fjelagsins til næstu tveggja
ára og var hún öll endurkosin.
Úr fulltrúaráði áttu að ganga Hannes Þorsteinsson, Ólafur Lár-
usson og Páll E. Ólason og voru þeir endurkosnir.
11