Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 3
GRÖP í ÖRÆFUM 7 ingarleifar; athugaði hann þær þá nokkuð og sá, að þarna hafði verið fjós. Var verkinu þá hætt og þjóðminjaverði tilkynnt um fundinn. Hinn 3. júní 1955 fór ég að Hofi til þess að rannsaka rústir þessar. Vann ég þá að uppgrefti til 17. júní og gróf þarna upp fjós og hlöðu. Einnig fundust rústir bæjar um 50 m lengra til norðvesturs. Yfir þeim rústum voru yngri tóftir æði fyrirferðar- miklar. Bar mest á tveimur litlum kofarústum, og á milli þeirra var hár, bogadreginn veggur, sem myndaði víða skeifu, opna á móti suðvestri, og liggja þá litlu tóftirnar utan við „hæla“ skeifunnar, sín hvorum megin, en hún snýr „tánni“ upp á móti brekkunni1). Ef til vill er ,,skeifan“ leifar af borginni, sem túnið er kennt við, en í Öræfum eru fjárborgir oftast þaklausar og æði víðar. Nátt- hagi eða túngirðing er byggð suðvestan við rústirnar, og ganga garðarnir út frá kofatóftunum. Var byrjað að rannsaka bæjarrúst- irnar þá um vorið, en verkinu hvergi nærri lokið. Laugardaginn 10. september 1955 fór ég aftur ásamt dr. Sigurði Þórarinssyni að Hofi. Lauk ég þá við að mæla og teikna fjósið og hlöðuna og enn fremur að rannsaka og teikna austasta húsið á bænum (VI). Einnig voru gerðar margar prófgrafir í rústunum, og fékkst nú sæmilegt yfirlit yfir stærð þeirra og ástand. Mánudaginn 10. september 1956 fór ég enn að Hofi og var þar til 29. sept., er ég gafst upp vegna þráláts illviðris. Þá var búið að grafa upp II og III, en lítið hafði verið mælt. Var þá mokað ofan í rústirnar til verndar hrörlegum veggjum. Hinn 21. júní 1957 fór ég enn að Hofi og var þar til 2. ág., að uppgreftinum var talið lokið að sinni. Voru þá grafin upp, auk II og III, tvö lítil bakhús, (IV og V), ennfremur VII og sofnhús, sem ekki fannst fyrr en þá. Kristján Eldjárn kom að Hofi 4. okt. 1957 og gerði þar nokkra viðbótarrannsókn, einkum í sofnhúsi og IV. Sigurður Björnsson frá Kvískerjum mokaði loks ofan í rústirnar með jarðýtu. Um leið gróf hann upp og athugaði suðurenda lok- ræsisins fram af bæjardyrunum, en það hafði orðið útundan um sumarið. Þó rannsóknum sé talið lokið, er því ekki að leyna, að ýmislegt mætti rannsaka þar enn til glöggvunar. Einkum útveggi bæjar og húsa, vatnsveitingar og ýmislegt fleira. Rústirnar geymast nú aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.