Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 3
GRÖP í ÖRÆFUM
7
ingarleifar; athugaði hann þær þá nokkuð og sá, að þarna hafði
verið fjós. Var verkinu þá hætt og þjóðminjaverði tilkynnt um
fundinn.
Hinn 3. júní 1955 fór ég að Hofi til þess að rannsaka rústir
þessar. Vann ég þá að uppgrefti til 17. júní og gróf þarna upp
fjós og hlöðu. Einnig fundust rústir bæjar um 50 m lengra til
norðvesturs. Yfir þeim rústum voru yngri tóftir æði fyrirferðar-
miklar. Bar mest á tveimur litlum kofarústum, og á milli þeirra
var hár, bogadreginn veggur, sem myndaði víða skeifu, opna á móti
suðvestri, og liggja þá litlu tóftirnar utan við „hæla“ skeifunnar,
sín hvorum megin, en hún snýr „tánni“ upp á móti brekkunni1).
Ef til vill er ,,skeifan“ leifar af borginni, sem túnið er kennt við,
en í Öræfum eru fjárborgir oftast þaklausar og æði víðar. Nátt-
hagi eða túngirðing er byggð suðvestan við rústirnar, og ganga
garðarnir út frá kofatóftunum. Var byrjað að rannsaka bæjarrúst-
irnar þá um vorið, en verkinu hvergi nærri lokið.
Laugardaginn 10. september 1955 fór ég aftur ásamt dr. Sigurði
Þórarinssyni að Hofi. Lauk ég þá við að mæla og teikna fjósið og
hlöðuna og enn fremur að rannsaka og teikna austasta húsið á
bænum (VI). Einnig voru gerðar margar prófgrafir í rústunum,
og fékkst nú sæmilegt yfirlit yfir stærð þeirra og ástand.
Mánudaginn 10. september 1956 fór ég enn að Hofi og var þar
til 29. sept., er ég gafst upp vegna þráláts illviðris. Þá var búið
að grafa upp II og III, en lítið hafði verið mælt. Var þá mokað
ofan í rústirnar til verndar hrörlegum veggjum.
Hinn 21. júní 1957 fór ég enn að Hofi og var þar til 2. ág., að
uppgreftinum var talið lokið að sinni. Voru þá grafin upp, auk
II og III, tvö lítil bakhús, (IV og V), ennfremur VII og sofnhús,
sem ekki fannst fyrr en þá.
Kristján Eldjárn kom að Hofi 4. okt. 1957 og gerði þar nokkra
viðbótarrannsókn, einkum í sofnhúsi og IV.
Sigurður Björnsson frá Kvískerjum mokaði loks ofan í rústirnar
með jarðýtu. Um leið gróf hann upp og athugaði suðurenda lok-
ræsisins fram af bæjardyrunum, en það hafði orðið útundan um
sumarið.
Þó rannsóknum sé talið lokið, er því ekki að leyna, að ýmislegt
mætti rannsaka þar enn til glöggvunar. Einkum útveggi bæjar og
húsa, vatnsveitingar og ýmislegt fleira. Rústirnar geymast nú aftur