Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 16
GRÖF í ÖRÆFUM
19
Skáli (II), seð vestur eftir. Dyr til stofu (III) fyrir miðju efst á myndinni. —
The liall (II), on the wall in the background the door leading to the living room.
skurð. Þremur metrum austar stóð stoðarendi í gólfinu, 1,95 m
frá norðurvegg. Báðar þessar stoðir hafa staðið framar en setbrúnin
virðist vera, en í sjálfri setbrúninni er stoðarhola 50 sm austar
og 20 sm nær vegg en eystri stoðin. Þessar þrjár stoðir hafa verið
studdar steinum að neðan. Upp við norðurvegginn komu í ljós þrjár
stoðarholur, en þar eð moldin hefur rýrnað og myndað glufur upp
við vegginn, er erfiðara að átta sig á þeim. Við suðurvegg fundust
engar holur.
Til þess að átta sig á uppgerð skálans verður að gæta þess, að
skálinn og innri hluti I, bæjardyra, eru í einni tóft og líklega undir
einu risi. Skýrasti hluti þessa húss hvað uppgerðina snertir er innsti
hlutinn. Þar hafa staðið stoðir á steinum í báðum hornum, nálægt
25 sm frá gafli (miðja stoða), 2,5 m vestar stóðu stoðir við báða