Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 40
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þverskurður í hlöðu; neðst stoðarsteinn; ofar sjást leifar af niður-
föllnu fiaki liggja i boga í vikrinum um þvera tóft. — Section through
the barn; a post-supporting stone and remnants of the roof are seen
embeddcd in the thick layer of pumice.
að dyrum, og er hæðarmunurinn um 1 m, og auk þess er gólí'ið
aðeins lægst í miðju, en þar er það hellulagt, eins og áður var sagt.
Holt var undir hellurnar, og virðist þar hafa verið óvandað lok-
ræsi, en ekki sást hvar það endaði, en vel má vera að það hafi
endað í dyrunum á milli fjóss og hlöðu. Þar voru steinar talsvert
óreglulegir og úr lagi færðir. Sams konar lokræsi þekkjast í hlöðum
í öræfum t. d. á Hnappavöllum, og er þeim ætlað að taka við vatns-
uppgangi, sem stundum hendir í rigningatíð. Eftir endilöngu hlöðu-
gólfinu eru tvær raðir af stoðarsteinum. Þeir standast á, 6 hvorum
megin, og eru til jafnaðar 1,90 m á milli þeirra, mest 2,1 m, minnst
1,65 m (miðað við miðjan stein). Hvergi þyrfti þó að muna meiru
en 10 sm á stoðamillibilum, ef þær væru reistar á steinunum eins
og þeir standa nú. Flestir stoðarsteinarnir ná 15—25 sm upp úr
gólfinu. Steinaraðirnar standa um 75 sm frá veggjum, og á milli
þeirra eru rúmlega 2 m. Ekki standa stoðarsteinar við gaflana,