Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 15
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og mest í honum grjótið. Fimmti og austasti reitur er 1,7 m breið- ur, og er miklu minna í honum af grjóti, aðeins dálítill flekkur af stórum steinum í suðvesturhorni og smá-steinaröð í frambrún setsins. Austan þessa reits er far eftir þverþil, sem áður var rætt um. Meðfram veggnum er slitrótt rás grjótlaus, mjög óregluleg, ef til vill eftir þil, en mjög er þetta óljóst, og trjáleifar sáust þar hvergi. Nyrðra setið er mjög ólíkt því syðra. Þar er miklu minna af grjóti, og það grjót, sem þar er, liggur niðri í moldinni, en ekki ofan á henni eins og í syðra seti. Það greinist heldur ekki í sams konar reiti sem hitt setið, og hvergi vottaði þar fyrir aurstokk við setbrúnina, og var hún því óljós, einkum vestan til. Breidd setsins verður því ekki mæld nákvæmlega, en þó virðist það vart hafa verið breiðara en 1,75 m. Óljósar steinaraðir lágu þvert yfir setið á þremur stöðum, 1 m, 2,6 m og 5 m frá vesturþilinu. Þær stóð'ust nokkurn veginn á við stoðarsteina eða holur út við vegginn, en þetta er svo óljóst, að hæpið er að gefa því nokkra þýðingu. Setið er hærra að austan en vestan og lækkar með óreglulegum stalli, það er mjög óslétt að ofan, kolaborið fram við brún, en upp við vegg ber minna á kolunum. Fram með öllum veggnum er óljós röð af steinum, flestum smáum, ef til vill undan timburþili. Þegar mold og vikri hafði verið rutt úr húsinu kom fram mjög óreglulegt miðgólf, nokkru lægra en setin, en þó all-mishátt. Lægst var það á móts við 4. reit í syðra seti. Nálægt því 30 sm lægra en setið þar sem það er hæst. Allsstaðar eru hellur og grjót í gólfi, og austan þessarar lægðar er eldiviður, kurlað birki og lík- lega tað, á milli hellnanna og að sumu leyti undir þeim. Þó grafið væri niður í þetta, kom hvergi fram skýrara gólflag. Vestan við lægðina er öllu meira af grjóti og hellum í gólfinu, og á móts við 2. og 3. reit í suðurseti myndast grunn steinþró á gólfinu, og lá hella yfir vesturenda hennar, en í austurenda var steinn, sem fyllti út í hana. Þetta var líkast því að vera eldstæði, eins konar lang- eldur, en á milli steinanna og í þrónni var kolaborið sorp en ekki aska, og hefur eldstæðið vart verið notað að staðaldri. Allt var gólfið mjög óslétt og óþjált umferðar. Nokkrar stoðarholur fundust í skálanum. Ein í frambrún syðra sets, undir aurstokki 1 m fyrir austan vesturþilið. Litlu austar var önnur stoðarhola, 1,80 m frá norðurvegg, hún náði 30 sm upp í vikurinn og 15 sm niður í gólfið. Stoðin var ávöl, 8x10 sm í þver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.