Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 112
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að tákna Krist og postula hans. Fjalir frá Möðrufelli í Eyjafirði
sýna fornan tréskurð, en þar er um skraut eitt að ræða og ekki
sögulegt efni. Að lokum eru til nokkrar fjalir, sem lengstum hafa
verið kenndar við Bjamastaðahlíð í Skagafirði og hér verður reynt
að ræða um.
2.
Brotin af fornum myndskurði íslendinga hrökkva skammt til að
gera sér grein fyrir þessari listgrein; eyðurnar eru of margar og
stórar. Þó mun sennilega vera óhætt að gera ráð fyrir því, að ís-
lenzkir myndlistarmenn hafi fljótt eftir kristnitöku hætt að sækja
efni í hinn heiðna sagnaheim. Að vísu hikuðu skáldin ekki við að
velja sér slík efni til meðferðar fram eftir öldum, en tréskurðar-
menn, sem skreyttu hús höfðingja á 11. öld og síðar, hafa ekki
notið jafnmikils frjálslyndis í starfi sínu. Allar heimildir benda
til þess, að kristileg sagnaefni hafi einkum verið notuð. f þessu
sambandi má minna á myndir úr kristnum bókmenntum, sem hafa
verið á reflum fyrr á öldum. Árið 1406 átti kirkjan að Grenjaðar-
stað til að mynda Martinus refil, sem á voru myndir úr ævi dýr-
lingsins4)- Og árið 1360 átti kirkjan í Hvammi í Laxárdal refil
„þrjár álnir og tuttugu og er á Karlamagnúss saga‘,!i). En þetta
efni hefur aldrei verið kannað til hlítar, og væri þó næsta forvitni-
legt að kynnast því betur, hverjar sögur urðu íslenzkum listamönn-
um og listakonum að yrkisefni á tjöldum og þiljum.
3.
Fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð (Þjms. 8891 a—m) eru alls þrettán
að tölu og allar brot. Þjóðminjavörður hefur lýst þeim rækilega í
ritgerðinni um Flatatungu fjalir0), og verður það því ekki gert
hér nema að litlu leyti. Þótt brotin séu næsta illa farin og sundur-
laus, er tvennt um þær svo auðsætt, að engum getur dulizt; mynd-
irnar á þeim rekja einhverja sögu, og efni þeirrar sögu hefur verið
kristilegt. Af brotinu, sem hér er merkt b, er augljóst, að mynd-
skerinn hefur ekki lokið verkinu. Á því broti vantar hárið á annan
manninn, raufin yfir enninu átti að merkja reikina eins og á hinum
mönnunum, en hárið hefur aldrei verið sett. Hugsanlegt er, að lista-
manninum hafi sézt yfir þetta, þótt vitanlega sé eðlilegra að ætla,
að hann hafi horfið frá því ófullgerðu af einhverjum ástæðum. Að
undanskildu þessu atriði verður listamanninum ekki borið á brýn,