Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 78
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
734. Brot af brýni úr gráu flögúbergi (glimmerskífer). L. 9,0, þvm. 1,5 x 1,3,
allmikið notað eftir að það brotnaði. — IV, í þrónni.
735. Trjáleifar, líklega stafur úr keraldi með laggarfari. Kvistur stendur
í gegnum stafinn og bendir til að þykkt hans hafi verið um 2,5. Talsvert ryð
er á leifum þessum, en óvíst er að það sé úr gjörð. Fannst í VII nærri því
sem botngjörð nr. 703 var, rétt norðan við brotna kvarnarsteininn.
736. Hlutur úr mjúkum leirsteini eða móhellu, í lögun sem renna lokuð í
annan endann, en brotið er af hinum. Ávalt er fyrir heila endann. L. 4,0, br.
3,1, h. 1,8, breidd rennu 2,1, dýpt 1,0. Óvíst um notkun. — VII, á sama stað.
737. Fjalarbrot úr furu eða greni. L. 14(, br. 6, þ. 2. Gat er á fjölinni og
eirlauf um það öðrum megin, það er nærri kringlótt, en slitmerki innan í því,
og mætti ætla að járnás hafi leikið í því, og gæti þetta verið leifar af hurð
og hafi snerill snúizt í gatinu. Eirlaufið virðist hafa verið neglt á með 2 (?)
nöglum, sem ekki hafa náð í gegnum fjölina. Við annan endann eru enn tvö
göt stærri, svo sem eftir trénagla. Gatið með eirlaufinu er rúmir 2 í þvm.
— F. í uppmokstri úr göngum og utanv. II.
738. Brot af brýni úr gráu flögubergi. L. 6,4, þ. 1,7 x 1,6. Mjög veðrað
og líkt og lent bafi í eldi. — F. í uppmokstri úr baðstofugöngum og dyrum.
739. Brot úr ylxrum steini, ef til vill úr g-lerperlu. Mesta þvm. 1,0. — F.
í stéttinni framan við VII.
740. Hnífblaö með broti af tanga. Lengd blaðs 5,3, lengd tanga 1,8, mesta
breidd blaðs (aftast) 1,5. Blaðið talsvert bogið, og gæti þetta verið bjúghnífur,
þótt óvíst sé það. — F. í uppmokstri úr göngum og dyrum.
741. Tvö brot úr kvarnarsteini, sem falla saman; er jaðar steinsins á
stærra brotinu, en mön úr augajaðri á hinu. Breidd frá auga að jaðri er 21,5,
og þar eð þvermál steinsins var um 49 hefur þvermál augans verið 5—6. Jaðar-
lengd stærra brotsins er 23,2, og taka brotin þá yfir tæpar 60° af öllum stein-
inum. Þykkt brotanna við jaðar er 2,5, en við auga 2,2, og eru þau því að
kalla jafnþykk og báðir fletir samhliða og eins og aðrir kvarnarsteinafletir
frá Gröf: trektmyndaðir og brattastir við augað. Nú er svo, að slit er á báðum
borðum steinsins. Virðist þá trúlegast, að hann hafi fyrst verið notaður sem
yfirsteinn, en þótt of léttur og verið breytt í undirstein, og meira slit er ofan
á honum en neðan; þó er mögulegt að hann hafi verið notaður öfugt við þetta.
— II, undir þili í innanverðu húsi að norðan.
742. Klumpur úr Ijósum vilcursteini (eða perlit), þvm. 16,5, h. 9,0. Neðan
á er sléttur flötur, og hefur steinninn sýnilega verið notaður til fágunar, eins
og ljós vikur hefur löngum verið notaður. Klumpurinn flýtur ekki á vatni,
og er því eðlisþyngri en hvítur vikur gerist. Fyrir gosið 1362 hafa vikur-