Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 17
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veggi fyrir endum þilsins. 2,6 m vestar við syðri vegg er milli-
gerðin á milli 3. og 4. reits. 2,5 m vestar enn er stór steinn í fyrsta
reit, og 2,7 m þar fyrir vestan er steinn við krókinn á vestur-
veggnum í I, sem virðist vera undan stoð. Að norðan eru 2,7 m
frá þilinu vestur að stærðar holu við norðurvegginn; þaðan eru 2,8
m vestur að steini, sem er þesslegur að hafa borið stoð, og 2,5
m vestar enn er stoðarhola í norðvesturhorni I. Raðað hlið við hlið
líta þá bilin milli stoða þannig út (talið frá vestri) :
N: 2,5 — 2,8 — 2,7 — 2,5
S: 2,7 — 2,5 — 2,6 — 2,5
Þess er varla að vænta, að þetta komi betur heim. Líklega hafa
stoðir þó verið helmingi þéttari. Við suðurvegg sjást þess skýr
merki í austasta bilinu og því vestasta, Þar var stoð fyrir end-
anum á þilinu á milli I og II. Við norðurvegg er vænn stoðarsteinn
nær miðju austasta bili, stoðarhola (og steinaröð þvert yfir setið)
í næstaustasta bili (stoðarsteinn örlitlu vestar), og í vestasta bili
stoðarsteinn fyrir enda þilsins á milli I og II.
Ekki er að efa, að innstoðir hafa verið í húsinu. Hefur það verið
nauðsyn, þar eð þakið hefur verið afar þungt helluþak, en nú sjást
lítil merki eftir þessar stoðir. Ein stoðarhola fannst í frambrún
syðra sets, 1 m fyrir austan þverþilið vestra. Hún var beint undir
farinu eftir aurstokkinn, og er óvíst, að tré það, sem í henni var,
hafi náð upp fyrir hann. Framan við setbrúnina var stoð í þilinu,
en hún stóð á trénu, sem lá í gólfi undir því. Er eins trúlegt, að
innstafirnir við syðra set hafi staðið á samskonar tré undir set-
brún nema í austurenda, en þar var raunar steinn á eðlilegum stað
til að bera innstaf. Við vestri gaflvegg (í I) sunnan við göng til
III var steinn, sem virðist hafa borið staf, og stefnir setbrúnin
beint á hann. Eins og áður er sagt, er frambrún nyrðra setsins
óljós, en þó er glöggt að austarlega í henni er ein stoðarhola og
brúnin stefndi á stoðarholu norðan við göng til III, en þá verða
tvær stoðarholur með stoðarleifum framan við setið á gólfinu. Til-
tækasta skýring virðist mér sú, að hér sé um tvö byggingarstig
að ræða. Sé brúnin, sem nú er sjáanleg, þó óljós og sljó, eldri, en
síðar hafi setið verið breikkað og frá því byggingarstigi séu stoð-
irnar í gólfinu. Vestri stoðarholan náði 30 sm upp í vikurinn, og
er það hæfileg sethæð, en líkara er að hún sé neðri endi stoðar,
sem borið hafi þak. Stoðarholan við vegginn í I gæti þrátt fyrir