Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 17
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS veggi fyrir endum þilsins. 2,6 m vestar við syðri vegg er milli- gerðin á milli 3. og 4. reits. 2,5 m vestar enn er stór steinn í fyrsta reit, og 2,7 m þar fyrir vestan er steinn við krókinn á vestur- veggnum í I, sem virðist vera undan stoð. Að norðan eru 2,7 m frá þilinu vestur að stærðar holu við norðurvegginn; þaðan eru 2,8 m vestur að steini, sem er þesslegur að hafa borið stoð, og 2,5 m vestar enn er stoðarhola í norðvesturhorni I. Raðað hlið við hlið líta þá bilin milli stoða þannig út (talið frá vestri) : N: 2,5 — 2,8 — 2,7 — 2,5 S: 2,7 — 2,5 — 2,6 — 2,5 Þess er varla að vænta, að þetta komi betur heim. Líklega hafa stoðir þó verið helmingi þéttari. Við suðurvegg sjást þess skýr merki í austasta bilinu og því vestasta, Þar var stoð fyrir end- anum á þilinu á milli I og II. Við norðurvegg er vænn stoðarsteinn nær miðju austasta bili, stoðarhola (og steinaröð þvert yfir setið) í næstaustasta bili (stoðarsteinn örlitlu vestar), og í vestasta bili stoðarsteinn fyrir enda þilsins á milli I og II. Ekki er að efa, að innstoðir hafa verið í húsinu. Hefur það verið nauðsyn, þar eð þakið hefur verið afar þungt helluþak, en nú sjást lítil merki eftir þessar stoðir. Ein stoðarhola fannst í frambrún syðra sets, 1 m fyrir austan þverþilið vestra. Hún var beint undir farinu eftir aurstokkinn, og er óvíst, að tré það, sem í henni var, hafi náð upp fyrir hann. Framan við setbrúnina var stoð í þilinu, en hún stóð á trénu, sem lá í gólfi undir því. Er eins trúlegt, að innstafirnir við syðra set hafi staðið á samskonar tré undir set- brún nema í austurenda, en þar var raunar steinn á eðlilegum stað til að bera innstaf. Við vestri gaflvegg (í I) sunnan við göng til III var steinn, sem virðist hafa borið staf, og stefnir setbrúnin beint á hann. Eins og áður er sagt, er frambrún nyrðra setsins óljós, en þó er glöggt að austarlega í henni er ein stoðarhola og brúnin stefndi á stoðarholu norðan við göng til III, en þá verða tvær stoðarholur með stoðarleifum framan við setið á gólfinu. Til- tækasta skýring virðist mér sú, að hér sé um tvö byggingarstig að ræða. Sé brúnin, sem nú er sjáanleg, þó óljós og sljó, eldri, en síðar hafi setið verið breikkað og frá því byggingarstigi séu stoð- irnar í gólfinu. Vestri stoðarholan náði 30 sm upp í vikurinn, og er það hæfileg sethæð, en líkara er að hún sé neðri endi stoðar, sem borið hafi þak. Stoðarholan við vegginn í I gæti þrátt fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.