Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 91
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN
93
inni, þar sem Anton bóndi fann það. Var það um 35 sm sunnan
við brúna.
Ég gróf í vegarbrúnina og safnaði þeim beinum, sem fundust.
Nokkuð af þeim var á tvístringi hér og hvar, en flest voru þau
alveg saman, og mörg þeirra höfðu ekki breytt afstöðu hvert til
annars, þó að jarðýtan hefði bylt þeim til. Greinilega sást, að líkin
höfðu verið lögð fast saman, hefur verið varpað í eina gröf, lík-
lega hverju ofan á annað. Við rannsókn Jóns Steffensens hefur
komið í ljós, að þau eru úr a. m. k. fimm mönnum. Augljóst var,
að beinin höfðu verið upp undir grasrót; það var einmitt það sem
olli, að þau voru ekki meira tvístruð; grasrótin hélt saman moldar-
hnausnum, sem þau voru í. Sýnilega hefur ekki þótt taka því að
grafa þessa menn með erfiði niður í harða mölina, sem þarna er
undir hinum grunna jarðvegi. Enginn steinn var sýnilegur í sam-
bandi við beinin, og ekkert fannst með þeim af neinu tagi. Beinin
voru mjög vel varðveitt, og flutti ég þau öll suður til rannsóknar.
Frambrún nýja vegarins d Melhorni. Beinin voru aöallega í torfunni. —
skeletons came to light at the edge of a newly built roacl.
The