Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 44
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS annarrar handar, en stofa til hinnar. Stundum var búr og eldhús aftur af bæjardyrum og stofu og undir sama risi og þau. Fyrir kom að eldhús var í bæjarröðinni til hliðar við baðstofuna, en út frá þessum húsum stóðu skemmur og smiðja. Engin bæjarhús sneru samhliða hlaðinu. I Gröf hinsvegar voru bæjardyr á milli tveggja langhúsa, en að baki smáhús undir einu eða fleirum sérstökum risum, og yzt í húsaröðinni tvö hús, sem sneru timburþiljum fram á hlaðið. Þó girnilegt sé að freista að gera sér grein fyrir þróun bæja frá þessum 14. aldar bæ til þeirra bæja, sem enn standa á Hofi, þá er ekki síður fróðlegt að reyna að rekja, hvernig húsa- skipan Grafarbæjarins hefur þróazt frá upphafi byggðarinnar á þessum slóðum. Vandinn er sá, að engin eldri hús eru kunn úr öræfum né nálægum héruðum og að hvergi á landinu eru þekkt nein hús frá því um 1100 að Hekla gaus til þess er Knappafells- jökull gjöreyddi byggð á Litlahéraði árið 1362. Hér skal þó freistað að athuga þau litlu drög að húsaskipunarsögu, sem tiltæk eru frá fyrstu tímum íslands byggðar. „Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan og Gnúpverjahrepp allan ofan til Kálfár og bjó hinn fyrsta vetur að Miðhúsum. Hann hal'ði þrjár vetursetur, áður en hann kom í Haga. Þar bjó hann til dauða- dags. Hans synir voru þeir Otkell í Þjórsárdal og Þorgils, faðir Otkötlu og Þorkels trandils, föður Gauks í Stöng"11). Hvergi hefur hin forna byggð verið rannsökuð jafn gaumgæfilega sem á þessum slóðum, og skal nú reynt að fylgja byggingarþróuninni eftir megni frá því að Þorbjörn laxakarl reisti landnámsbæinn í Haga einhvern- tíma skömmu eftir árið 900. Því miður er of lítið vitað um byggingarvenjur á Norðurlöndum og eyjunum við Skotland til þess að hægt sé með vissu að segja, hvernig híbýlum Þorbjörn laxakarl hefur vanizt, áður en hann kom til Islands. Tvær gerðir virðast þó hafa verið algengastar: I skógar- héruðum eins og austanfjalls í Noregi og í Svíþjóð virðast hafa tíðkazt heldur smá hús með veggjum hlöðnum úr trjástofnum (Laft- værk)12), og jafnvel með yfirbyggðum göngum á milli húsa13). Líklega hafa fáir landnámsmenn komið frá héruðum með slíkum byggingarháttum, og hafa þeir því ekki mikla þýðingu fyrir bygg- ingarsögu íslands. Hin gerðin tíðkaðist í strandhéruðum, svo sem á Rogalandi og Ögðum og ennfremur á Hjaltlandi og Orkneyjum. Þar var kjarni byggðarinnar langhúsið. Stórt hús með veggjum hlöðnum úr torfi og/eða grjóti, en þakið borið af tveimur súlna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.