Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 122
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sem voru í eðlilegri afstöðu hvert til annars, þannig að handleggur- inn var beinn. Fast norðan við ölnbogahluta handleggsins sást svört rák í moldinni. Hún var samsíða og um 10 sm sunnan við syðri hlið nyrðri kistunnar, en ekkert sást til kistubotns né loks og eng- inn umbúnaður annar, er ætla mætti að hefði verið um líkið. Stein- arnir, sem áður er vikið að og lágu í röð ofan á beinunum, gátu allir verið úr klöppinni er myndaði undirstöðuna undir Smiðjuhól og voru ekki þesslegir, að þeir væru úr þekju yfir beinagrindinni né úr hleðslu um hana. Sennilegast er, að jarðýtan hafi skilið þannig við þá, þó ekkert verði fullyrt um það nú. Undir steinunum komu í ljós neðri brjóstliðirnir, allir lendarliðir og efri hluti spjaldbeins ásamt beinum úr hægri framhandlegg, bringubeini og talsverðu af rifjabrotum, sem lágu sitt á hvað í graut, og innan um þau fannst mathnífur nokkru lengri en sá er fannst í nyrðri gröfinni. Allir hryggjarliðirnir (21 að tölu) og spjaldbeinið lágu í nokkurn veginn réttri röð, en þeim var bylt og umturnað á ýmsa vegu og lágu sunnar en svarar til eðlilegrar fjarlægðar frá vinstri handlegg, en hinsvegar var hryggurinn samsiða handleggnum og í nokkurn veg- inn eðlilegri hæðarafstöðu við hann. Bæði mjaðmarbeinin og vinstri sköflungur höfðu legið ofanjarðar og voru í vörzlu bóndans. Lær- leggirnir lágu fjær spjaldbeini og vinstri handlegg en eðlilegt gæti talizt og einnig óeðlilega langt á milli þeirra, svo að þeir hafa einnig verið færðir úr stað. Kringum neðri enda þeirra fundust nokkur smábein úr hendi og fæti. Hægri sköflungur og dálkur fundust ekki og ekkert frekar úr hauskúpunni, en vinstri dálkur var nokkru suð- austan við vinstri lærlegg, en þó varla í upprunalegri legu. Stærð grafarinnar var ekki hægt að ákveða né legu beinagrindarinnar með vissu, en sé gengið út frá því að vinstri handleggur hafi verið á sínum upprunalega stað, þá hefur þessi gröf verið nokkru grynnra tekin en sú nyrðri, og mun því hafa ráðið klöppin, en niður á hana hefur gröfin náð að sunnanverðu, en í norður af klöppinni smádýpkaði á henni. Ennfremur verður ráðið af legu handleggsins, að líkið hafi verið lagt til á alveg sama hátt og hið nyrðra. Til þess bendir einnig að veðruð eru nokkur hægi'i bein (mjaðmarbein, herðablað, viðbein og lærleggur) og þrjú hægri leggbein vantar alveg (upphandleggsbein, sköflung og dálk). Jarðýtan hefur vafa- laust komið að austan eða suðaustan og tekið dýpra til fóta af gröfunum, en síðar hækkað á sér og skafið burt og fært til það sem hæst bar á í gröfunum, sem hefur verið hægri hlið syðri beina-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.