Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 56
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS baðstofan aftasta bakhúsið, en fremstu hús sitt hvorum megin bæj- ardyra eru stofa og skáli. I sunnlenzkum bæ er baðstofan fremst húsa öðrum megin bæjardyra, en hinum megin þeirra er stofa. Skáli er aldrei á þeim bæjum. Þessi stöðumunur baðstofunnar mun vera gleggsta einkenni þessara bæjarstíla og eldri en burstastíllinn og hin einfalda húsaröð sunnanlands, eins og bærinn í Sandártungu sýnir. (Samkvæmt þessu er bærinn á Keldum á Rangárvöllum nán- ast í norðlenzkum stíl, eins og allir þeir bæir, sem eru í vörzlu Þjóðminjasafnsins, og munu nú fáir bæir til í hinum gamla, sunn- lenzka stíl). Það er auðvelt að geta sér þess til, að norðlenzku bæ- irnir hafi þróazt frá svipuðum bæ sem þeim í Gröf. Hin sunnlenzka húsaskipan virðist aftur á móti hafa þróazt frá baðstofulausum bæ eða bæ þar sem baðstofan var sérstætt hús, eins og raunar virðist hafa verið í Þjórsárdal, (hafi þar verið baðstofur). Bað- stofunafnið sýnist þar hafa færzt yfir á skálann. Þetta eru þó aðeins getgátur, og enn þarf að grafa upp margar bæjarrústir áður en samhengið í sögu íslenzkrar húsagerðar er orðið sæmilega Ijóst. VI hefur hér að framan verið nefnt eldhús, en sú nafngjöf bygg- ist eingöngu á hinni miklu ösku, sem er þar í gólfinu. Það nýstár- lega við þetta hús er timburstafn, sem virðist hafa verið framan á því, en um húsið er raunar fátt hægt að segja, vegna þess hve það var illa farið. VII hef ég nefnt húr hér að framan, en ekki er það svo að skilja, að það sé eins og þau búr, sem áður eru kunn. Þarna var aðeins far eftir einn sá í gólfi, ekki stórt, og vafasamt að sár hafi staðið í því, þegar bærinn fór í eyði. Hverfisteinninn, sem lá á hillunni, gæti jafnvel bent á að húsið væri skemma. Eldstæðið kemur einnig ókunnuglega fyrir sjónir í búri og einnig hin mikla aska í gólfinu. Þó hallast ég helzt að því, að þetta sé matargeymsla, og styð það við sáfarið í gólfinu, keröldin tvö, sem leifar fundust af og hinn brotna kvarnarstein. Ef til vill hefur verið reykt kjöt í þessu húsi á haustin og þess vegna er eldstæðið þar. Það skal þó tekið fram, að ekki eru kunn dæmi þess úr rituðum heimildum, að kjöt hafi verið reykt til forna, og er raunar hvergi vikið að því á hvern hátt það hefur verið geymt. Skúli Guðjónsson álítur, að það hafi einkum verið saltað og máske einnig þurrkað48), en raunar eru hvað fá- tæklegastar heimildir um að kjöt hafi verið þurrkað á Islandi, nema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.