Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 67
gröf í öræfum 69 Vegginn, og eru talsverðar líkur til að þar hafi læk verið veitt inn í bæinn. I baðstofu var eldstæði byggt inn í vegginn vinstra megin dyra og yfir eldleifunum lá mikið af smásteinum; var það allt mjög sprungið vegna snöggra kælinga, er vatni hefur verið ausið á stein- ana og eldstæðisveggina. I baðstofunni sáust merki til, að breiður þekkur hafi verið við norðurhlið og líklega mjórri bekkir við austur- og suðurhlið. Fundur snældusnúða og brýnisbúta í baðstofunni gæti bent til þess, að hún hafi ekki verið eingöngu ætluð til gufubaða. Eldhús er hér nefnt svo vegna þess hve mikil aska var þar á gólfi, en eldstæði var þar óvandað og allir drættir hússins óskýrir. í búrinu var eldstæði í norðausturhorni og bekkir eða hillur með vestur- og austurveggjum. Á hillunum sáust leifar af keraldi og þar lá heill hverfisteinn, í gólfinu var eitt sáfar, en gólfskánin var nijög öskublandin. Dyr höfðu verið á miðju þilinu og hui'ð á járnum. I bæjarhúsunum voru 6 eldstæði. Tvö þeirra, í eldhúsi og á stofu- gólfi, máttu heita umbúnaðarlaus. Eldurinn hafði verið kyntur á gólfinu, og ef til vill var haldið að honum með lausum steinum. I stofugólfinu var hola full af ösku, og er trúlegt að eldur hafi verið falinn í henni, og eitthvað virðist hafa verið hlúð að eldinum með torfi. Askan í þessum eldstæðum var grá og bleik og virðist mest hafa verið brennt viði, soipi og ef til vill taði; mikið bar þar á beinaösku. Trúlegt er að bleiki liturinn stafi af móösku (járn- oxyd). Má vel hafa verið mótekja á Litla-Héraði fyrir gosið. Lang- eldstæðið í skálanum var gert eins og grunn, aflöng þró; var hella yfir öðrum enda hennar, en steinn fyllti út í hinn endann. Annars var eldstæðið fullt af sorpi og hefur ekki verið notað til eldunar nokkra hríð fyrir eyðingu bæjarins. Annað lítið og óvandað eld- stæði var vestast á syðra seti. Þar stóðu þrjár þunnar smáhellur upp á rönd, en annar umbúnaður var þar ekki. Eldur hefur brunnið þar á sléttri mold og hellurnar reistar utan um hann. „Ofninum" í baðstofunni hefur áður verið lýst hér. 1 honum var ljós aska og brunnir kvistir, og hefur vafalaust aðeins verið brennt þar birki svo sem siður virðist vera á Norðurlöndum. Ekki voru hellur í botni ofnsins. Eldstæðið í norðausturhorni búrsins var gert sem b'til kró eða hlóðir, þar sem tveir veggir hússins voru vinstri hlóðar- Veggur og gafl, en hægri hlóðarveggur úr tveimur hleðslusteinum. Botn var ekki hellulagður. Húsaskipun í Gröf er eðlileg þróun frá húsum í Þjórsárdal frá 11. öld, og eru göngin í Gröf mesta nýjungin. Frá skipan Grafar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.