Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 48
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Skriðufellsbænum, dundu yfir jarðskjálftarnir miklu haustið 1896, og þá hrundu og eyðilögðust bæjarhúsin þar. Árið eftir var svo byggt timburhús á Skriðufelli og var þá lokið sögu hinna gömlu, íslenzku torfbæja í Þjórsárdal. Nú er rétt að geta þess, að ekki hefur þróunin farið þessa braut um allt land. Bærinn á Bergþórshvoli var grafinn upp árið 19262y). Þá kom í ljós að þár hafa aldrei verið byggð nein bakhús upp að langhúsinu, og því síður hefur þar verið gangabær. Á fyrstu öldum byggðarinnar virðist hafa verið þar skáli sem aðalíbúðarhús, en smærri hús svo sem sofnhús, smiðja, búr og jafnvel stofa (vefjar- stofa) sérstæð hús í næsta nágrenni, en ekki innangengt á milli tveggja húsa. Þegar komið er fram á 15. eða 16. öld að því er ætla má standa nokkur hús hvert af annars enda, búr, baðstofa og eld- hús, en að húsabaki standa enn sérstæð hús, smiðja, skemma o. fl. og nálægt aldamótunum 1800 er enn alveg sama skipan á bæjar- húsunum. Þetta er enn ósvikinn langhúsastíll, eins og gerðist t. d. við Jarlshof á Hjaltlandi um 1000 árum fyrr. í stað skála er þó komin baðstofa, og húsin hafa smækkað ákaflega mikið. Síðasta baðstofa í langhúsastíl á Bergþórshvoli er aðeins 3,5x1,3 m að stærð. Nálægt aldamótum 1800 birtist svo sunnlenzki bæjarstíllinn allt í einu fullmótaður á Bergþórshvoli og er þar greinilega aðfluttur eins og í Þjórsárdal. Svipuð stöðnun í byggingarháttum sést einnig á Isleifsstöðum í Borgarfirði24), þar sem skáli hafði verið endurbyggður tvisvar án þess að bakhús væri gerð við hann, en þó hefur verið gert hús upp að efsta eða þriðja skálanum, en framan vi'ö hann, og er það raunar ekki óþekkt annars staðar frá söguöld25), en ekki virðist hafa verið innangengt í það hús. Það eru aðeins 55 km á milli Bergþórshvols og Þjórsárdals, og sagan segir að þeir Njáll á Bergþórshvoli og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal hafi verið vinir. Þrátt fyrir það er geysimikill munur á byggingarháttum á þessum stöðum. Er því með öllu óheimilt að gera ráð fyrir, að þróun húsagerðar hafi lagzt í sömu farvegi í fjarlægari héruðum sem í Þjórsárdal eða á Bergþórshvoli. Bærinn í Gröf virðist hafa þróazt á svipaðan hátt og í Stöng. Skálinn hefur dregið til sín stöku húsin, en þó á annan hátt. Bak- húsin eru önnur, að minnsta kosti að nokkru leyti í Stöng. Baðstofa, sem er bakhús í Gröf fyrirfinnst ekki í Stöng, nema hún sé staka útihúsið suðaustan skála eða annað ófundið, stakt hús. Ef til vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.