Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 128
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Baldur Edwins hélt málverkasýningu 13.—27. apríl, Alliance Fran- caise sýndi eftirmyndir franskra málverka 8.—19. maí, Myndlistar- skólinn í Reykjavík sýndi barnateikningar 25. maí—2. júní, Ásgeir j Bjarnþórsson hélt málverkasýningu 14.—23. júní, Jóhann Briem hélt málverkasýningu 5.—12. okt., rússneska sendiráðið hélt ljós- myndasýningu um líf sovétþjóðanna 2.—14. nóv. og Menntamála- ráð Islands hélt 100 ára minningarsýningu um Jón Sveinsson rit- höfund (Nonna) 30. nóv.—15. des. Aðsókn að þessum sýningum var ákaflega misgóð, og liggja ekki fyrir tölur um hana. Safnauki. Færðar voru 64 færslur nýfenginna safngripa, en margir hlutir eru stundum færðir í einu lagi. Flest var safninu gefið. Keypt var borð, sem verið hefur í eigu Bjarna skálds Thorar- ensens og silfurspennur úr eigu Ingibjargar, konu Jóns Sigurðsson- ar. Meðal beztu gjafa á árinu má nefna einkennilegan stein (með grópum) frá Harastöðum í Dölum, gefandi Þorbjörn Ólafsson, merkilegan, fornan bronshún, líklega af kirkjulegum staf, fundinn á Þingvöllum, gefandi séra Jóhann Hannesson, mörg hagleiksverk eftir Stefán Eiríksson, gefandi frú Þorbjörg Friðgeirsson, tvo sels- maga undan lýsi, gefandi Sigurður Arason á Fagurhólsmýri, út- > skorinn skáp, gefandi Ragnar Ásgeirsson, tvo rúmenska þjóöbún- inga, gefandi Corcinschy sendiherra, blekbyttu, er átt hafði eitt sinn Jónas skáld Hallgrímsson, gefandi frú Þórunn Brown, skíði og staf af Ströndum, gefandi Jón Eyþórsson. Vaxmyndasafniö. Engin breyting varð á vaxmyndasafninu og aðsókn að því svipuð. Gestafjöldi á árinu var 3358. Örnefnasöfnun. Ari Gíslason örnefnasafnari skrifaði upp hand- rit Skúla Skúlasonar úr Norður-Þingeyjarsýslu og gerði ráðstafanir til að fylla það hjá réttum aðiljum. Bárðardal skráði hann allan eftir ábúendum sjálfum, enn fremur Köldukinn að mestu leyti, og Mývatnssveit verður innan skamms fullgerð. Á Akureyri dvaldist hann í tíu daga við að afla fróðleiks hjá Þingeyingum, búsettum þar og færa inn á skrárnar. Suður-Þingeyjarsýsla er því enn fullskráð. Enn eina tilraun gerði Ari til að bæta um safnið úr Gullbringu- i og Kjósarsýslu, og telur nú þrautreynt og vinnur að hreinritun safnsins. Á vegum fornleifafélagsins safnaði Magnús Finnbogason frá Reynisdal örnefnum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, og eignaðist safnið handrit hans eins og að undanförnu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.