Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 103
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN
105
langhöfði með frekar hátt, meðalstórt höfuð. Andlitið er í meðal-
lagi langleitt með lágar augntóttir og meðalbreitt nefstæði.
EJf: Hauskúpan er dálítið sködduð. Við hana eiga sennilega 19
hryggjarliðir, þar af tveir hálsliðir, 2. og 7., bæði herðablöðin,
vinstra viðbein, báðir upphandleggir, hægri sveif og öln, báðir lær-
leggir, vinstri sköflungur, dálkur og vala. Tennur eru dálítið mis-
slitnar og vantar nú 11 þeirra, en tvær hefur maðurinn verið búinn
E h. Sýnir skurðflöt á
vinstri augntóft, og
merki sama höggs,
sjást á nefbeini, þótt
ógreinilegt sé á mynd-
inni. — Skull showing
marks of the same
blow on tlie left eye-
socket and the nasal
bone.
að missa í lifanda lífi, fyrsta og annan jaxl í efra gómi. Endajaxla
í neðra gómi hefur maðurinn aldrei tekið. Á vinstri endajaxli í
efra gómi er öll krónan étin burt af tannátu og á tannhálsi fjög-
urra tanna, einnig í efra gómi, er meiri og minni tannáta og kring-
um rætur fimm tanna hefur verið rótarbólga. Liðfletir beggja kjálka-
liða eru dálítið útflattir og hrjúfir. Þessar gigtarbreytingar gætu
verið afleiðingar tíðra kjálkaliðhlaupa (luxatio mandibularis habi-
tualis), því fátíð er gigt í kjálkaliðum einum saman. Kjálkagarður
er enginn.
Skurðflötur eftir beitt áhald er á vinstri augntótt, sem hefur
numið burt ytri helming efri augntóttarbrúnar og alla ytri brúnina.
Að neðanverðu gengur skurðflöturinn yfir á brotflöt, svo sýnilega