Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 112
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að tákna Krist og postula hans. Fjalir frá Möðrufelli í Eyjafirði sýna fornan tréskurð, en þar er um skraut eitt að ræða og ekki sögulegt efni. Að lokum eru til nokkrar fjalir, sem lengstum hafa verið kenndar við Bjamastaðahlíð í Skagafirði og hér verður reynt að ræða um. 2. Brotin af fornum myndskurði íslendinga hrökkva skammt til að gera sér grein fyrir þessari listgrein; eyðurnar eru of margar og stórar. Þó mun sennilega vera óhætt að gera ráð fyrir því, að ís- lenzkir myndlistarmenn hafi fljótt eftir kristnitöku hætt að sækja efni í hinn heiðna sagnaheim. Að vísu hikuðu skáldin ekki við að velja sér slík efni til meðferðar fram eftir öldum, en tréskurðar- menn, sem skreyttu hús höfðingja á 11. öld og síðar, hafa ekki notið jafnmikils frjálslyndis í starfi sínu. Allar heimildir benda til þess, að kristileg sagnaefni hafi einkum verið notuð. f þessu sambandi má minna á myndir úr kristnum bókmenntum, sem hafa verið á reflum fyrr á öldum. Árið 1406 átti kirkjan að Grenjaðar- stað til að mynda Martinus refil, sem á voru myndir úr ævi dýr- lingsins4)- Og árið 1360 átti kirkjan í Hvammi í Laxárdal refil „þrjár álnir og tuttugu og er á Karlamagnúss saga‘,!i). En þetta efni hefur aldrei verið kannað til hlítar, og væri þó næsta forvitni- legt að kynnast því betur, hverjar sögur urðu íslenzkum listamönn- um og listakonum að yrkisefni á tjöldum og þiljum. 3. Fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð (Þjms. 8891 a—m) eru alls þrettán að tölu og allar brot. Þjóðminjavörður hefur lýst þeim rækilega í ritgerðinni um Flatatungu fjalir0), og verður það því ekki gert hér nema að litlu leyti. Þótt brotin séu næsta illa farin og sundur- laus, er tvennt um þær svo auðsætt, að engum getur dulizt; mynd- irnar á þeim rekja einhverja sögu, og efni þeirrar sögu hefur verið kristilegt. Af brotinu, sem hér er merkt b, er augljóst, að mynd- skerinn hefur ekki lokið verkinu. Á því broti vantar hárið á annan manninn, raufin yfir enninu átti að merkja reikina eins og á hinum mönnunum, en hárið hefur aldrei verið sett. Hugsanlegt er, að lista- manninum hafi sézt yfir þetta, þótt vitanlega sé eðlilegra að ætla, að hann hafi horfið frá því ófullgerðu af einhverjum ástæðum. Að undanskildu þessu atriði verður listamanninum ekki borið á brýn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.