Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. gr.
Safnið skal eftir megni stuðla að rannsóknum íslenzkra þjóðminja
og útgáfu fræðilegra rita og ritgerða um þær. Birta skal árlega starfs-
skýrslu safnsins.
8. gr.
Heimilt er að skipta safninu í deildir. Menntamálaráðherra skipar
safnverði og aðra starfsmenn safnsins, áð fengnum tillögum þjóð-
minjavarðar. Um tölu þeirra fer eftir því sem fé er veitt til í fjár-
lögum.
II. KAFLI
Fornminjar.
A.
Fomleifar.
9. gr.
Til fornleifa teljast hvers konar leifar fornra mannvirkja og ann-
arra staðbundinna minja, sem mannaverk eru á, svo sem rústir bæja
og annarra húsa, meðal annars hofa og kirkna, þingbúðarústir og önn-
ur mannvirki á fornum þingstöðum, forn garðlög, leifar af verbúðum,
naustum og vörum, forn vígi og rústir af þeim, minjar um dvalar-
staði útilegumanna, haugar og aðrir fornir greftrunarstaðir, hellar
með áletrunum eða öðrum verksummerkjum af manna völdum, áletr-
anir og myndir á klöppum eða jarðföstum steinum.
10. gr.
Fornleifar, sem þjóðminjavörður telur ástæðu til að friða, skulu
skráðar á fornleifaskrá.
Tilkynna skal landeiganda og ábúanda skráninguna og tilgreina
staðinn svo nákvæmlega sem unnt er.
Skráningu fornleifar á fomleifaskrá skal þinglýsa sem kvöð á land-
areign þá, sem í hlut á.
Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu
njóta friðunar áfram.
11. gr.
Allar fornleifar, sem á fornleifaskrá standa, eru friðhelgar.
Friðuðum fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né
nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga
né aflaga né úr stað flytja, nema leyfi þjóðminjavarðar komi til.