Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 5
ÞJÓÐMINJALÖG
9
Forráðamönnum kirkna ber að vernda skráða kirkjugripi. Kirkju-
garðsstjórnir annast vernd skráðra minningarmarka, svo sem segir
í 16. gr. Iaga um kirkjugarða, nr. 21 23. apríl 1963.
22. gr.
Gera skal sérstaka skrá um friðlýsta kirkjugripi hverrar kirkju,
og sama gildir um friðlýst minningarmörk í kirkjugörðum. Þjóð-
minjavörður lætur skrár þessar í té próföstum og sóknarnefndum,
sem hlut eiga að máli.
23. gr.
Þjó'ðminjasafnið skal varðveita aflagða kirkjugripi og þá gripi,
sem þjóðminjaverði og forráðamönnum kirkna kemur saman um, að
eigi sé ástæða til að hafa í kirkju lengur. Þó getur þjóðminjavörður
falið viðkomandi bjrggðasafni varðveizlu gripanna.
24. gr.
Sé kirkja lögð niður, skulu gripir hennar renna til safns, sam-
kvæmt ákvæðum 23. gr., eða til annarra kirkna, og sé það ákveðið með
samráði þjóðminjavarðar og biskups eða prófasts. Gildir þetta jafnt
um bændakirkjur sem safnaðarkirkjur.
Þjóðminjasafnið skal eiga forkaupsrétt að kirkjugripum í einka-
eign, ef seldir verða.
IV. KAFLI
Friðun húsa og annarra niannvirkja.
25. gr.
Friða má hús eða húshluta, sem hafa menningarsögulegt eða list-
rænt gildi.
Með sama skilor'ði má einnig friða önnur mannvirki, og skal þá
beita ákvæðum þessa kafla, eftir því sem við á.
26. gr.
Menntamálaráðherra ákveður friðun eða brottfall friðunar að
fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og viðkomandi sveitar-
stjórnar.
Heimilt er sveitarstjórn (bæjarstjórn eða hreppsnefnd) að ákveða
friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunar-
nefndar.
I húsafriðunamefnd eiga fimm menn sæti. Þjóðminjavörður er