Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
formaður nefndarinnar. Aðra nefndarmenn skipar menntamálaráð-
herra til 4 ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags ísl.
listamanna, annan samlcvæmt tilnefningu Sambands ísl. sveitarfélaga,
en tvo án tilnefningar.
27. gr.
Friðuðum húsum eða húshlutum skal skipa í tvo flokka, A og B1. Ef
hús er friðað í heild, telst það til A-flokks, en taki friðun aðeins til
ytra borðs húss eða hluta af ytra eða innra borði, skal húsið talið til
B-flokks.
28. gr.
Halda skal skrá um friðuð hús eða húshluta.
Ákvörðun um friðun skal tilkynna húseiganda, öðrum, sem eiga
þinglesin réttindi yfir eigninni, svo og hlutaðeigandi lögreglustj óra,
bæjar- eða sveitarstjórn og byggingarnefnd. Greina skal í tilkynn-
ingu, hvort eign er friðuð í A-flokki eða B-flokki, og því nánar lýst,
til hvers friðun taki.
Þinglýsa skal friðun sem kvöð á fasteign þá, sem í hlut á. Þing-
lýsingardómari skal tilkynna húsafriðunarnefnd, ef þinglesin eru eig-
endaskipti að friðaðri húseign.
29. gr.
Friðun á húsi eða húshluta ber öllum að hlíta, þar á meðal hverj-
um þeim, sem réttindi eiga í eigninni, og án tillits til, hvenær réttur
þeirra er til orðinn.
30. gr.
Óheimilt er án leyfis húsafriðunarnefndar að gera nokkrar breyt-
ingar á friðaðri húseign í A-flokki og á ytra byrði húsa éða húshlutum
í B-flokki. Viðhald skal framkvæmt á þann hátt, að það breyti í engu
upphaflegum svip eða gerð hússins. Leyfi nefndarinnar þarf til að
setja skilti eða aðrar áletranir á friðlýst hús.
Nú vill eigandi friðaðrar eignar ráðast í framkvæmd, sem leyfi
þarf til samkvæmt 1. málsgr., og skal hann þá í umsókn sinni til
húsafriðunarnefndar lýsa nákvæmlega hinum fyrirhuguðu fram-
kvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Nefndin skal, svo fljótt sem við
verður komið, gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni, hvort heldur
samþykki eða synjun. Nú setur nefndin það skilyrði fyrir samþykki
sínu, að verk sé framkvæmt með tilteknum hætti, öðrum en þeim, sem
í umsókn greinir, og er eiganda þá skylt að hlíta því, ef hann hverfur
ekki frá framkvæmdum, enda skal hann þá fá greiddan aukakostnað,
sem af breytingu nefndarinnar leiðir.