Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 8
12
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tillögum húsafriðunarnefndar, gert ráðstafanir til þess, að ríkið
eignist hina friðuðu eign ásamt tilheyrandi lóð eða lóðarhluta, þar
á meðal með eignarnámi, ef á þarf að halda. Hið sama gildir um
sveitarstjórn, sem ákveðið hefur friðun.
Nú hefur ríkið eignazt friðaða eign samkvæmt ákvæðum 2. málsgr.,
og er því þá heimilt að selja hana aftur, eftir að þinglesin hefur verið
sérstök friðunarkvöð í samræmi við 1. málsgr. 34. gr. Um styrk til
viðhalds gilda þá einnig ákvæði 2. málsgr. 34. gr. Hið sama gildir um
sveitarstjórn, eftir því sem við á.
Óheimilt er eiganda friðlýstrar eignar að rífa hana eða flytja af
stað sínum, nema hann hafi fengið leyfi samkvæmt 1. málsgr. eða
yfirlýsingu húsafriðunarnefndar um, að kaup eða önnur yfirtaka á
eigninni af hálfu ríkisins eða sveitarstjórnar muni ekki fram fara.
36. gr.
Ef byggingarnefnd verður vör við, að friðuð eign hefur orðið
fyrir spjöllum eða að henni sé ekki vel við haldið, skal hún gera húsa-
friðunarnefnd viðvart.
37. gr.
Húsafriðunarnefnd hefur rétt til að framkvæma, eiganda að kostn-
aðarlausu, hvers konar eftirlit með og skoðanir á friðlýstri eign, sem
gera þarf vegna ákvæða þessa kafla.
38. gr.
Útgjöld vegna starfsemi húsafriðunarnefndar, þar á meðal þóknun
til nefndarmanna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði.
V. KAFLI
Byggðasöfn.
39. gr.
Til byggðasafna teljast samkvæmt lögum þessum söfn, sem sveitar-
félög (bæjarfélög, sýslufélög, hreppar) hafa sett éða setja á stofn í
þeim tilgangi, sem í 40. gr. segir, enda hafi menntamálaráðherra, að
fengnum tillögum þjóðminjavarðar, viðurkennt safnið.
Ef tvö eða fleiri sveitarstjórnarumdæmi standa að sama byggða-
safni, skulu þau gera um það samþykkt, þar sem meðal annars séu
ákvæði um stað safnsins, eignarrétt aðila að því, þátttöku í kostnaði
við það og ráðningu gæzlumanns.