Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 9
ÞJÓÐMINJALÖG
13
Þau byggðasöfn, sem hlotið hafa viðurkenningu þjóðminjavarðar
skv. eldri lögum, skulu halda henni framvegis, þótt eigi séu eign
sveitarfélaga.
40. gr.
Hlutverk byggðasafns er að safna þjóðlegum munum, varðveita þá
og hafa til sýnis almenningi. Einkum ber að leggja stund á söfnun
muna, sem hafa listrænt gildi eða notagildi í daglegu lífi þjóðarinn-
ar, en eru að víkja eða hverfa úr sögunni vegna breyttra þjóðhátta.
Sérstaklega ber hverju safni að leggja áherzlu á öflun muna, sem
telja má sérkennilega fyrir hlutáðeigandi hérað eða landsfjórðung,
en eru að verða fágætir.
41. gr.
Ef friðað hús í eign ríkis eða sveitarfélags er til á byggðasafns-
svæði, er stjórn byggðasafns heimilt með samþykki þjóðminjavarðar
að varðveita þar muni, sem til safnsins heyra, einkum þó þá muni, sem
á sínum tíma tíðkaðist að nota í slíkum byggingum.
42. gr.
Nú vill stjóm byggðasafns afla sér húsnæðis fyrir safnið, hvort
heldur með kaupum eða nýsmíði, og á aðili þá kost á að fá styrk til
þess úr ríkissjóði, allt að einum þriðja hluta kostnaðar, eftir því sem
fé kann að vera veitt til þess á fjárlögum, enda samþykki þjóðminja-
vörður húsnæðið og stofnkostnað.
Laun gæzlumanns byggðasafns, mi'ðuð við starfsskyldu hans og
starfstíma og samþykkt af þjóðminjaverði, greiðist að hálfu úr ríkis-
sjóði.
43. gr.
Nú telur þjóðminjavörður, að byggðasafni sé hætta búin sökum van-
hirðu eða af öðrum orsökum, og ekki hefur fengizt úr þessu bætt
þrátt fyrir endurteknar áskoranir, og getur þá menntamálaráðherra,
að fengnum tillögum þjóðminjavarðar, svipt safnið ríkisstyrk. Lendi
safnið í óhirðu, getur þjóðminjavörður að fengnu samþykki mennta-
málaráðherra tekið gripi safnsins til varðveizlu í Þjóðminjasafni.