Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 11
GÍSLI GESTSSON
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
Bærinn Núpsstaður í Fljótshverfi er vestan við Skeiðarársand
og dregur nafn af Lómagnúpi; hann er austasti bær í Vestur-
Skaftafellssýslu. Mislangt er til bæja frá Núpsstað. Hálfrar stundar
gangur vestur að Rauðabergi, en 7 klukkutíma lestaferð að Skafta-
felli, ef ekki verða tafir við stórfljót á leiðinni, sem oft eru raunar
tvísýn eða ófær. Á Núpsstað hafa lengi búið hjónin Hannes Jóns-
son og Þóranna Þórarinsdóttir með sonum sínum tveimur, Eyjólfi
og Filippusi, en Hannes lézt 1968. Á þessu góða heimili hefi ég löng-
um dvalið og ætíð notið hinnar beztu fyrirgreiðslu og gestrisni, sem
mér er ljúft að þakka.
Á Núpsstað var allstæðilegur bær á síðasta hluta 19. aldar, þegar
Hannes bóndi Jónsson var að alast þar upp, en hann var fæddur
þar á Litlahússloftinu 13. janúar 1880. Sumt af bæjarhúsunum
stendur enn lítið eða ekki breytt, en austustu húsin, skáli, búr og
Litlahús, voru rifin sumarið 1891 eða 1892, þegar Hannes var 11
eða 12 ára gamall. Hannesi var bærinn minnisstæður, og hann hefir
lýst honum fyrir mér, einkum í júlí árið 1961, en raunar oft síðan.
Árið 1904 voru teknar tvær ljósmyndir af bænum á Núpsstáð.
Þá fyrri tók Eggert Guðmundsson frá Söndum í Meðallandi, en
hann var í fylgd með dönskum landmælingamönnum. Hina síðari
tók dr. Paul Herrmann í júlí, er hann var á leið austur um Skafta-
fellssýslu. Á báðum þessum myndum sjást byggingar, sem nú eru
horfnar. Loks standa sum gömlu húsin enn að nokkru eða öllu leyti, svo
sem fyrr var sagt.
Eftir þessum heimildum hefi ég gert uppdrátt af bænum og
samið eftirfarandi lýsingu af honum. Raunar er lýsingin fyrst og
fremst gerð eftir fyrirsögn Hannesar, en mál öllu meira fundin eftir
myndum og mælingum húsa. Hefst lýsingin á austustu húsunum
og er fyrst lýst bæ og bæjarhúsum, en síðar öðrum byggingum innan