Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 16
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS norðan þeirra var stiginn upp á bæjardyraloftið. Ekki er nú kunn- ugt, hvar hurð var í þeim dyrum né hvert hún opnaðist. „Skálinn með búri var langstærsta hús bæjarins“, segir Hannes. Það hefir verið um 3,80 m á breidd og allt að 9,60 m langt inn í búrgafl, en skáli og búr voru saman í einni tóft og mynduðu eitt langhús, sem sneri austur-vest- ur eins og bæjarröðin. Var skálinn í vesturenda, en búrið í austurenda og timburþil á milli. Búrendinn náði austur á móts við kirkjugarð og var svo mjótt á milli, að austast var allt eitt, búrveggur og kirkju- garðsveggur, en þó mátti ganga þar á milli kirkjugarðs og búrþekju eftir veggnum. Við norðurvegg skála vestanhallt við miðju var lokrekkja, rekkju- botninn í mittishæð. Hún var mjög stutt eins og hún væri ekki gerð fyrir fullorðinn mann. Lokrekkjan var alþiljuð, dyr fyrir miðju og rennihurð fyrir. Undir lokrekkjunni var rúmstæði og mátti sitja á því og var þó lágt undir lokrekkjubotninn. Einnig mátti sitja upp- réttur í lokrekkjudyrunum. Skálinn var óþiljaður og með mold- argólfi, og var þar fátt gripa inni. Þó stóð kvörnin í suðaustur- horni við búrþilið. Við vesturvegg reis rimastigi, og var gengið úr honum upp á skákrlofiiö. Gólf skálaloftsins náði hvorki vestur að gafli né austur á móts við búrþil. Það lá á sjálfum sperrubitunum og var því í reynd miklu mjórra en skálinn sjálfur (líkt og enn má sjá t. d. á Keldum). Loftið var þiljað frá skála (og búri) að austan, en opið á móti gafl- hlaðinu að vestan, þar sem smogið var upp í það úr rimastiganum. „Var þáð heldur þröng leið“, segir Hannes. Á skálalofti voru áður tvö rúm, en eftir að Halldóra Jónsdóttir, sem svaf þar í öðru rúm- inu, dó árið 1882, var þar aðeins eitt rúm. Það stóð austur undir þili og var þá nálægt því í miðjum skálanum. Allt skálaloftið mun vart hafa verið meira en 3 m að lengd. Á suðurþekjunni var gluggi. Búr var þiljað frá skálanum og var gólfið í því háu þrepi lægra en í honum. Dyr voru á miðju þili. Ekki voru skörp horn á milli gafls og veggja, heldur var hleðslan bogadregin fyrir bæði hornin. í búrinu stóð skyrtunna og skyrsár. Yfir hann var brætt smér á vetrum, eftir að skyrið í honum hafði brotið sig. Fleiri tunnur stóðu þar og við suðurvegg stóð mikil byrða. í henni var geymd skreið. Byr'ðan var með okum á hornum og opi eða dyrum að framan og var svo stór, að inn í hana þurfti að smjúga eftir því, sem geymt var innst í henni. Rétt austan við þilið var gluggi, sem náði eitthvað niður í vegginn og upp í þekjuna. Hús þetta, skáli og búr, var þannig byggt, áð innan við veggina,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.