Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
norðan þeirra var stiginn upp á bæjardyraloftið. Ekki er nú kunn-
ugt, hvar hurð var í þeim dyrum né hvert hún opnaðist. „Skálinn
með búri var langstærsta hús bæjarins“, segir Hannes. Það hefir verið
um 3,80 m á breidd og allt að 9,60 m langt inn í búrgafl, en skáli og búr
voru saman í einni tóft og mynduðu eitt langhús, sem sneri austur-vest-
ur eins og bæjarröðin. Var skálinn í vesturenda, en búrið í austurenda
og timburþil á milli. Búrendinn náði austur á móts við kirkjugarð og
var svo mjótt á milli, að austast var allt eitt, búrveggur og kirkju-
garðsveggur, en þó mátti ganga þar á milli kirkjugarðs og búrþekju
eftir veggnum.
Við norðurvegg skála vestanhallt við miðju var lokrekkja, rekkju-
botninn í mittishæð. Hún var mjög stutt eins og hún væri ekki gerð
fyrir fullorðinn mann. Lokrekkjan var alþiljuð, dyr fyrir miðju og
rennihurð fyrir. Undir lokrekkjunni var rúmstæði og mátti sitja
á því og var þó lágt undir lokrekkjubotninn. Einnig mátti sitja upp-
réttur í lokrekkjudyrunum. Skálinn var óþiljaður og með mold-
argólfi, og var þar fátt gripa inni. Þó stóð kvörnin í suðaustur-
horni við búrþilið. Við vesturvegg reis rimastigi, og var gengið úr
honum upp á skákrlofiiö.
Gólf skálaloftsins náði hvorki vestur að gafli né austur á móts
við búrþil. Það lá á sjálfum sperrubitunum og var því í reynd miklu
mjórra en skálinn sjálfur (líkt og enn má sjá t. d. á Keldum).
Loftið var þiljað frá skála (og búri) að austan, en opið á móti gafl-
hlaðinu að vestan, þar sem smogið var upp í það úr rimastiganum.
„Var þáð heldur þröng leið“, segir Hannes. Á skálalofti voru áður
tvö rúm, en eftir að Halldóra Jónsdóttir, sem svaf þar í öðru rúm-
inu, dó árið 1882, var þar aðeins eitt rúm. Það stóð austur undir
þili og var þá nálægt því í miðjum skálanum. Allt skálaloftið mun
vart hafa verið meira en 3 m að lengd. Á suðurþekjunni var gluggi.
Búr var þiljað frá skálanum og var gólfið í því háu þrepi lægra
en í honum. Dyr voru á miðju þili. Ekki voru skörp horn á milli
gafls og veggja, heldur var hleðslan bogadregin fyrir bæði hornin.
í búrinu stóð skyrtunna og skyrsár. Yfir hann var brætt smér á
vetrum, eftir að skyrið í honum hafði brotið sig. Fleiri tunnur
stóðu þar og við suðurvegg stóð mikil byrða. í henni var geymd
skreið. Byr'ðan var með okum á hornum og opi eða dyrum að framan
og var svo stór, að inn í hana þurfti að smjúga eftir því, sem geymt
var innst í henni. Rétt austan við þilið var gluggi, sem náði eitthvað
niður í vegginn og upp í þekjuna.
Hús þetta, skáli og búr, var þannig byggt, áð innan við veggina,