Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
myncL. Stofuboröið.
spjöldum, miðspjaldið helmingi hærra en hin spjöldin, litir sömu og
í stofu. Koparhúnar voru á hurðinni eins og T að lögun. 1 stof-
unni voru þessi húsgögn: Frammi við gluggana stóð bekkur, sem
enn er til og Nikulás Jónsson, trésmiður, síðar á Seyðisfirði, smíð-
aði (sjá Árbók 1961, bls. 73). Bekkurinn er með bríkum og baki,
sem ásamt sætinu eru bólstruð. Lengd bekkjarins alls er 2,21 m,
breidd 0,67 m, hæð baks 0,82 m, en hæð sætis 0,42 m, hæð undir fram-
brík 0,25 m. Bekkurinn er heldur klunnalegur í útliti, en sterkleg-
ur. Framan við bekkinn stóð borð, sem einnig er enn til. Platan er
úr mahogní, 1,05 mxl,03 m að stærð, en að öðru leyti er borðið úr
furu. Platan er sett saman úr aðeins tveimur fjölum, rúmlega 50
sm breiðum. Undir henni er rammi úr 2,5 sm þykkum og 15 sm
breiðum borðum, geirnegldur á hornum. Neðan í borðfjalirnar
þverar eru gerð tvö gróp, og í þau rennt tveimur listum, sem
standa nokkuð niður úr grópunum og falla ofan í rammann. Má
lyfta borðplötunni af rammanum, þar éð hún er ekki fest á hann á
annan hátt, enda eru borðfjalirnar ekki heldur negldar á listana.
Undir rammanum eru tveir breiðir fætur, sem borðið stendur á og