Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 21
GÖMUL HÚS Á NtJPSSTAÐ
25
6. mynd. Fjós og BaÓstofuhlciða.
teininum í gegnum há eða lág göt, en það fór eftir stærð pottanna,
sem í hónum héngu. Hlóðin voru fyrst og fremst gerð fyrir einn
pott, en fyrir kom, að eldurinn var lengdur til vesturs og ,yfir hann
sett jámgrind éða þrífótur og látinn á hana lítill pottur eða ketill
t. d. til að hita kaffivatn. Undirblástur lá suður í bæjardyrnar, en
hann kom mjög skakkt að hlóðunum, sem sneru á móti norðri, og
gerði því lítið gagn. Þessi umbúna'ður mun ekki hafa verið mjög
gamall. Þegar snerpa þurfti í hlóðunum, var venjulega notaður
laus físibelgur úr skinni með tveimur hlemmum og höldum sitt á
hvorum hlemm. Austurendi eldhússins var nefndur taðstál. Þar var
geymd skán og hreinatað, en það var kúamykja, sem borin hafði
verið á tún og látin þorna, en síðan ekki mulin niður heldur rökuð
af og borin heim í taðstál. í rjáfrinu hékk hangiket. Skæðaskinn,
sauðskinn og stórgripahúðir héngu bæði þar og með veggjum
fram, ásamt belgjum me'ð sellýsi til ljósmatar og bræðingsgerðar,