Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
9. mynd. Túniö á NúpsstaÖ séð ofan úr hlíðinni. Lengst t. v. er réttin og ofan
hennar (á myndinni) lambhúsin VIII og VII. Hægra megin sjást járnþökin
á I og IV og neöan viö I skyggir l II og III, V og VI eru óljósari. Efst á myndinni
eru Núpsvötn.
skemma stóðu þó enn í sömu tóft og áður. 1 þessu ástandi voru hús-
in árið 1904, þegar ljósmyndirnar voru teknar af þeim. Á þeim sjást
því þessi hús úr gamla bænum óbreytt: Eldhús, bæjardyr, stofa,
smiðja, baðstofuhlaða, kamar og vestasta hlaða. Árið 1905 voru
stofa, gestakamers, bæjardyr og búr rifin, en byggt nýtt timbur-
hús á sama stað, með tveim burstum og rennu á milli, og sneru
burstirnar fram á hlaðið. Þáð hús smíðaði Loftur Þorsteinsson í
Vík. Það var úr rekaviði og sagaði Hannes Jónsson viðina. Árið 1929
voru burstirnar teknar af og gert nýtt og hærra ris á húsið, sem
sneri eins og bæjarröðin. Smiður var Jón Sigurðsson á Maríu-
bakka. Þetta hús stendur enn. Einhvern tíma á þessum árum var
fjósinu breytt aftur, gerð ný hlaða, þar sem heygarðurinn var,
kamarinn rifinn (árið 1910) og vestustu hlöðu breytt.
Útihús.
Peningshús voru mörg og margs konar á Núpsstað svo sem siður
var víðast. Lambhús, hesthús og geita voru heima í túni, en ærhús
og sauða löngum fjær bænum. Tala húsa var breytileg. Stundum