Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 31
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
35
11. mynd. Þverskurður Stórahesthúss
um bita vestan dyra.
13. mynd. ÞverslcurOur þaks yfir dyrum
Stórahesthúss. n. mynd. Grunnmynd Bfstahesthúss.
12. mynd. Sperra l austurenda Stóra-
hesthúss.
Það er nokkru minna en hitt hesthúsið, 5 m 1., um 2 m br., en hér er
allsterklegur mæniás, sem nær óstuddur út á bæði gaflhlöð. Reft er
af honum út á veggi, og þar yfir er helluþak undir torfi, en í þessu
húsi eru annars hvorki bitar né sperrur. Umbúnaður dyra er svip-
aður og í II, en nú er komin hurð fyrir það innst í dyragangi. Áður
var því lokað með slagbrandi. Hæð dyra er 137 sm, og br. 60 sm. I
báðum endum eru hláðnir um 50 sm háir stallar, og á þeim eru um
50 sm br. jötur og ná jötubrúnirnar upp í 100 sm hæð.
Hér hefir verið lýst húsum þeim, sem standa í túninu neðan traða.
Þess skal getið, að austan þessa síðast talda hesthúss var kálgarður,
sem náði austur undir skemmuhorn. Hann er nú af lagður, og er þar
nú tún.
IV. Flatasteinsliesthús. Dálitlum spöl norðar er nýlegt hesthús
byggt upp að mjög stórum kletti í túnjaðrinum, og er kletturinn
i’aunar gafl hússins. Hann heitir Flatisteinn. Þó húsið sé nýlegt,
hefir það þó einu sinni verið stækkað; lengd þess er nú 6,5 m, br. 3,75
m. Húsið er byggt eins og einstæðufjós með mjóa stétt við vestur-