Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
15. mynd. Efstahesthús hægra megin, Flatasteinshesthús fjær t. v.
vegg og þá flór, 5 bása og fóðurgang meðfram austurvegg. Við suður-
enda hússins er yfirbyggð for. Brúnir stallanna ná upp í nær 85 sm
hæð, en jötudýptin er um 45 sm, hæð dyra 133 sm, br. 70 sm.
Þak hússins er úr bárujárni yfir langböndum og sperrum. Þetta hús
mun Hannes Jónsson hafa byggt handa pósthestunum, en á vetrum
nutu þeir betri umönnunar á milli ferða en aðrir hestar.
V. Hænsnakofi. Þetta hús var byggt um 1930 og var þá notað sem
íshús. Þar var geymt refafóður, en þá var um skeið stunduð refarækt
á Núpsstað. Húsið stendur niður við tráðir litlu austar en á móts við
hús III. Það er að 1. 3 m, br. 2 m og lengd dyragangs 2,25 m, dyrahæð
130 sm, br. 53 sm. Húsið er með skúrþaki úr bárujárni undir mjög
þykku moldar- eða torflagi, og er þessi umbúnaður orðinn heldur
ótraustur.
VI. Geitakofi. Einhvern tíma á búskaparárum sínum byggði Hannes
Jónsson hús þetta í gamalli tóft, sem þó nefndist Nýjatóft, skammt
norður frá húsi V. Upphaflega var þetta geitahús, en þegar geit-