Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 33
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
37
16. mynd. Lambhúsin. T. v. Vestralambhús, d miðri mynd Eystralambhús,
réttin lengst t. h.
fjárbúskapur lagðist niður um 1930, var farið að nota húsið fyrir
hrúta. Þáð er að stærð 3,25 m á hvorn veg og eru dyr á miðri suður-
hlið, en jötur við báða gafla, um 25 sm víðar og ál'íka djúpar, og
stallarnir undir þeim um 45 sm háir, þegar húsið er taðlaust. Á þessu
húsi er létt bárujárnsþak, hurð er fyrir dyrum, sem eru 130 sm
háar og 55 sm víðar.
Austan við hús V. og VI. var djúpur kálgarður, sem nú er horfinn
úr notkun, en austan hans er hlaða, vestasta bæjarhúsið, og austan
við norðurvegg kálgarðsins hefst húsagarðurinn.
VII. Vestralambhús. Nú hafa verið talin þau hús, sem standa í
túninu vestan bæjarhúsanna, en drjúgan spöl norðaustur frá kirkju-
garðinum er lambhús, 1. 7,20 m, br. 2,90 m. Þetta er áð stofni til
gamalt hús gert upp með mæniás. Liggur norðurendi hans á gafl-
hlaði, og síðan standa 3 stoðir á miðju gólfi undir honum. Fyrrum
voru hlaðnir kampar og gafl í húsinu, og þá lá suðurendi mæniáss-
ms á þeim gafli, en nú er nýlegt bárujárnsþil fyrir húsinu, og hvílir