Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ásendinn nú á þilspemmni. Dyr eru í framþilinu, 70 sm víðar og 145
sm háar. Helluþak er á húsinu undir torfi. Það liggur á röftum, sem
ná frá mæniás út á veggjapalla. Jötur eru sín með hvorum vegg, hæð
og dýpt líkt og lýst var í húsi VI (17. mynd). Talið er að þetta hús taki
50 lömb.
VIII. Eystralambhús. L. 4 m, br. 3 m. Húsið er svipað hinu lamb-
húsinu, en þetta er enn með hlöðnum kömpum, 1,50 m þykkum, og
innst yfir dyrunum, sem eru aðeins 55 sm víðar og 112 sm háar, er
eins konar sperra, sem stendur á
þvertré og ber mæniásinn þannig,
að að ofan ganga sperrukjálkarnir
á misvíxl og liggur mæniásinn í
greipinni, en hinn endi ássins l'igg-
ur á gaflhlaðinu og auk þess standa
tvær stoðir undir honum á miðju
gólfi. Jötur eru með veggjum fram,
25 sm víðar og 20—25 sm djúpar,
en grjótbálkurinn, sem er undir jöt-
unum, er 40—45 sm hár. Eru því
um 65 sm upp á jötubrún, þegar
n. mynd. Jata í Vestralambhúsi. húsið er taðlaust, en minnkar niður
í svo sem 30 sm, þegar húsið er fullt
af skán á vorin. I þessu húsi rúmast 30 lömb.
Beint norður af húsi VIII eru nokkrir mjög stórir klettar í tún-
jaðrinum. Þar er gerð stór rétt með því að hlaða veggi á milli þeirra
eða reisa þar trégrindur. Réttin er talsvert mannvirki og rúmar f j ölda
fjár.
Svo sem 10 mínútna gang vestan við Núpsstað, út með hlíðinni þar
sem heitir í Hvömmum stendur fjárhús og er hlaða beint aftur af því.
Húsið er ekki gamalt, það er með járnþaki og dyragafli úr sama efni.
Garði er í húsinu vestanhallt við miðju. Vestri króin er að br. 1,50
m, en eystri króin 1,85 m br. Garðinn er 50 sm br. Við austurvegg
er jata um 25 sm br., en ekki er jata við vesturvegg. Fjárhúsið er
talið taka um 130 kindur. Hláðan er svo sem fyrr segir beint aftur
af húsinu. Hún er 9,80 m 1., en aðeins 2,90 m br., gerð upp með tveim-
ur stóðaröðum undir langböndum og helluþaki að mestu, sbr. 19.
mynd.
Hlaðan var fjárhús áður, en er henni var breytt í hlöðu var hún
lengd sem svaraði kömpunum og nýja fjárhúsið byggt fram af henni.