Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 37
gömul hús á núpsstað
41
20. mynd. Selhólar. Bœinn á NúpsstaÖ ber yfir manninn, fjárhúsiö t. h.
br. 3,70. Hann snýr þvert við hinum hellinum, og eru dyrnar á syðri
langvegg nær vesturenda og snúa á móti landsu'ðri. Allur er þessi
hellir lægri og hleðslur minni, einkum við dyrnar sem eru að nokkru
leyti náttúrlegar í klettinum. Vestan undir sama kletti er enn smá-
skúti, sem fé liggur oft í. Ekki var siður að gefa fé í hellum þessum,
en þá sjaldan að haglaust varð var hey flutt að og gefið á skalla, þar
sem helzt var skjól. Enn liggur fé mjög gjarnan við hella þessa enda
er ágæt beit þar í nágrenninu. Á fleiri stöðum sér til tófta, bæði
heima undir bæ og í hlíðum Lómagnúps. Öll hafa þessi hús verið lítil
og einkum ætluð til þess að fé gæti legið þar vi'ð, en ekki til þess að
gefa þar hey. Bæði var heyfengur lítill á Núpsstað áður en tilbúinn
áburður tók að berast og girðingar fóru að tíðkast um tún og engjar,
og enn fremur má beit heita óbrigðul í hlíðum Lómagnúps. Þar var
því ekki gert ráð fyrir að fé væri gefið hey í húsum, en ef endilega
þurfti að gefa hey var þáð gert svo sem fyrr sagði á skjólgóðum stað,
helzt í námunda við húsin, og fénu síðan beint þangað.