Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bréfi, sem þar er til vitnað, segir Aðalsteinn Jóhannsson sögu fjalar-
innar á þessa lund:
„Það fyrsta ég man eftir mér af húsaskipun hér á Skjaldfönn, var,
að þar var hlóðaeldhús, eins og þau gerðust víðast hvar á bæjum um
aldamót. Eldhús þetta var með tvennum hlóðum og var notað við
stærri eldamennsku, svo sem slátursuðu, þvotta og þvíumlíkt, fram
um 1940 eða liðlega það, en var þá rifið. I þessu eldhúsi, fyrir miðjum
gafli, var fiskasteinn, sem barinn var á harðfiskur og bein þau, sem
til féllu og notuð voru fyrir skepnur, því allt þess háttar var nýtt sem
fóður. Steinn þessi var líklega um 8 þumlunga þykkur og tók að
mestu yfir stólsetuna, sem hann sat á, og hafði hann verið notaður
það mikið, að ofan í hann var komin þó nokkur skál, en var þó hvergi
sprunginn. Steinn þessi var síðan notaður í hlóðastein. Stóll sá, sem
undir steininum var, var allsterklegur, á fjórum fótum, og stálhringur
í kring að neðan, en aðeins fyrir enda að ofan, og úr setu þessa stóls
er fjöl sú, sem ég sendi og þú ert að spyrja um.
Útskurðurinn sneri niður og er þessi f jöl annar helmingur af breidd
setunnar. Ég veit ekki, hvort setan hefur verið úr einni fjöl og þá
klofnað eða verið saman sett, en ég býst við að hún hafi klofnað.
Stóllinn mun hafa verið notaður sem viðhögg um tíma, áður en
steinninn var settur á hann. Það sýndi laut sú sem var undir stein-
inum, ef ég man rétt. Þá var líka mikið höggvið upp úr útskurði fjalar-
helmings þess, sem glataður er, og fyrir það býst ég við, að hann hafi
verið notaður í eldivið. Þessi fiskasteinn á téðum stól mun hafa verið
búinn að sitja þarna áreiðanlega frá því um aldamót 1900 eða lengur,
og vissu víst fáir um útskurð á fjöl þessari, en þó stendur það einhvern
veginn í mér, að amma mín, Steinunn Jónsdóttir, hafi sagt, að þetta
væri úr kirkjubrík eða einhverju slíku, en ég minnist ekki að hafa
heyrt neitt um hvaðan þessi fjöl hafi komið hingað eða hvenær. En
það hlýtur að vera mjög langt síðan að fjöl þessi kom hér, fyrst amma
vissi ekki frekari deili á henni.
Væri hugsanlegt, að þetta gæti hafa komið úr kirkju, sem hafi verið
á Kirkjubóli í Langadal".
Fjölin frá Skjaldfönn er nú stödd í Þjóðminjasafni íslands til at-
hugunar, og þar á hún reyndar réttilega heima, því að þetta er forn-
gripur. Henni verður nú lýst hér, svo og þeim útskurði, sem á henni
er. Síðan verður reynt að finna þeim orðum stáð, sem í upphafi voru
látin falla um stílinn á útskurðinum.
Fjölin frá Skjaldfönn er úr furu, flöt og jafnþykk öll, 45,5 sm að
lengd, 18—19 sm á breidd og 2,5 sm á þykkt. Hún er illa leikin af