Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 47
ÚTSKURÐUR FRÁ SKJALDFÖNN 51 legið uppi á undningssveignum. Allra neðst á fjölinni eru ávalar vindur, sem áreiðanlega eru hluti af drekanum, þó að nú sjáist ekki, hvernig sambandið er, og loks er þess að geta, að einkennilegt þver- band liggur yfir háls drekanum, og er hann sýnilega rammlega flæktur ekki síður en ljónið. Lítið þrískipt blað gægist upp undan drekatrjón- unni framarlega. Lítum svo á fjölina efst. Einnig þar sést um það bil helmingur af uppundningi, sem brugðið er í þann stærsta, sem fyrst var lýst. Neðst á yzta sveig hefur verið smágrein með þrískiptu blaði, sýnd á upp- di-ætti, þótt mjög lítið votti nú fyrir henni vegna þess að þetta er í okafarinu, en utar er svo önnur smágrein, sem hverfur inn undir yzta sveig stóra undningsins. Til vinstri á miðsveig er smágrein með þrískiptu blaði, sem við erum nú farin að þekkja svo vel, en til hægri önnur svipuð, þótt blaðið sé að vísu lítið eitt öðru vísi lagað, en það er mjög máð á fjölinni. Uppdrátturinn fer þó áreiðanlega mjög nærri lagi. Neðst á miðsveig er svo enn ein grein, sem hverfur undir stöngul stóra undningsins. Að lokum er svo endir undningsins innst í honum, og virðist þar vafalítið hafa verið fleirskipt blað, líklega fimmskipt. Að lokum er svo skreytið á hægri brún fjalarinnar, sem nú er mjög máð og veðrað og því erfitt um vik að lýsa því. Greinilegt er þó, að fyrir neðan miðju fjalar, 1 krikanum milli stóru uppundninganna tveggja, hefur verið enn einn undningur, minni og smágerðari en hinir, og á honum hafa verið aukagreinar. Upp frá honum vottar fyrir tveimur stórum þrískiptum blöðum, svipuðum og á smágreinum þeim, sem oft hafa þegar verið nefndar, en miklu stærri, einkum miðblaðið, sem er eftirtakanlega bjúgt, og sést það einkum vel á neðra blaðinu. Lóðréttur stilkur virðist hafa staðið upp í gegnum uppundninginn. Að öðru leyti en þessu er rétt að hafa sem fæst orð um þennan hluta vei’ksins, því að örugg vissa um hvernig það hefur verið fæst ekki. Til dæmis verður ekki með vissu séð, hvort þetta verk hefur á lífrænan hátt tengzt öðru verki á fjölinni, þó að það megi telja mjög líklegt. Engu áð síður virðist það einkum hafa verið til fyllingar á auðan flöt utan við aðalverkið. Útskurðurinn á Skjaldfannarfjölinni er mjög vandaður og gerður af fullu öryggi. Einkenni skrevtisins eru þessi: Stórir uppundningar úr flötum stönglum með skörpum brúnum, kúptur er aðeins hálsinn á drekanum og það sem sést af bol hans, svo og bringan á ljóninu. Verkið er mjög upphleypt, allt að 1 sm, en mjög víða um 5 mm og sums staðar minna. Undningarnir fléttast mjög saman, brugðið yfir og undir, og sama er að segja um sumar hliðargreinarnar á aðal-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.