Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 49
Otskurður frá skjaldfönn
53
3. mynd. Sýnishorn úr Teilcnibókinni AM 673 a, J/to, nr. XXX í útgáfu
Björns Th. Björnssonar.
setningar handritafræðinga eru réttar, sem ekki er ástæða til að
efast um, ættu að geta verið allt að 150 ár milli þeirra tveggja hand-
rita, sem hér voru talin fyrst og síðast. Bæði sýna þau náinn skyldleika
við útskurðinn á Skjaldfannarfjölinni, og er þetta skorinorð áminning
um, hve varhugaverðar stílsögulegar tímasetningar miðaldalistar eru.
Af öllum þeim handritum, sem hér voru áður talin, tel ég handritið
AM 6561, 4to, Postulasögurnar, nákomnast fjölinni frá Skjaldfönn,
en þá er reyndar ótalin ein skinnbók enn, sem hér verður mjög að
taka til athugunar, en það er Teiknibókin í Árnasafni, AM 673a, 4to.
I teiknibókinni er 41 myndblað, og á 7 þeirra er skreyti í hinum
íslenzka stíl. Ástæða er til að staldra sérstaklega við tvö þeirra, nr.
XXX og XXXIII í útgáfu Björns Th. Björnssonar. Á hinu síðar-
nefnda er upphafsstafurinn A, en um leggi hans vindast bandlaga
stönglar með greinum og blöðum, sem er svo nauðalíkt verkinu á
Skjaldfannarfjöl, að undrum sætir. Má jafnvel benda á, að svo virðist
sem á máða kafla fjalarinnar hafi lóðréttur leggur eða stilkur gengið